Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2019 18:30 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira