Hinsegin kórinn er opinn fyrir alla með opinn huga Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. janúar 2019 08:00 Afar öflugt félagslíf er í kórnum en meðal annars er starfrækt sundnefnd, spilafélag, gönguhópur og ukulele-sveit. MYND/Neil Smith Við mismunum ekki á grundvelli kynhneigðar og tökum á móti öllum í kórinn óháð kynhneigð og kynvitund. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls konar tónlist, allt frá klassík upp í argasta rokk. Við viljum fá fólk með opinn huga, bæði fyrir mannlífinu og fyrir söng og tónlist,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. Raddprufur fyrir kórinn fara fram kl. 19.30 í kvöld í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Kórinn var stofnaður 2011 og hefur Helga Margrét verið kórstjóri nánast frá upphafi. „Við gerum stundum grín að þessu en þegar ég kom inn voru þau búin að vera stjórnlaus því þau voru ekki búin að ráða sér kórstjóra. Ég kom inn nokkrum mánuðum eftir stofnun.“FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÍ dag eru meðlimirnir rúmlega 60 talsins og segir Helga Margrét að hópurinn hafi stækkað jafnt og vel. „Það var góður grunnhópur í kórnum til að byrja með en meðlimir voru bara tólf. Það er búið að vera hröð en góð breyting á því hvers konar hópur þetta er en með auknum fjölda breytist mikið og þetta er orðið stærra batterí.“ Helga Margrét segir hópinn mjög góðan og það sé þannig með kóra yfir höfuð að þegar fólk sem hafi gaman af því að syngja komi saman myndist góð dínamík. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með og lesa mér til um menningu hinsegin kóra um allan heim. Hún er mjög stór og mjög einkennandi að því leyti að það virðist nást einhver dýpri tenging. Það gæti verið vegna þess að fólk hefur í miklum mæli þurft að fara í svolitla sjálfsskoðun eða ekki gengið að öllu gefnu eða alltaf beinustu leiðina í lífinu.“ Þau reyni að vinna með það og þá menningu sem felst í því að vera í hinsegin kór og breiða út þau skilaboð að allir séu gjaldgengir og að allir séu góðir og fallegir. „Við reynum að koma því til skila bæði í söng og tali þegar við komum fram.“ Síðasta önn hjá kórnum var aðeins öðruvísi þar sem Helga Margrét eignaðist barn á miðri önninni. „Við fórum örlítið hægar í hana en það verður enginn afsláttur gefinn í vor. Við stefnum á að fara í kórferð til Ísafjarðar þannig að kórinn heimsækir loksins minn heimabæ. Við höfum verið að fara mikið út fyrir landsteinana en viljum líka passa það að sinna okkar eigin landi. Það er mjög gaman að syngja hérna heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Við mismunum ekki á grundvelli kynhneigðar og tökum á móti öllum í kórinn óháð kynhneigð og kynvitund. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls konar tónlist, allt frá klassík upp í argasta rokk. Við viljum fá fólk með opinn huga, bæði fyrir mannlífinu og fyrir söng og tónlist,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. Raddprufur fyrir kórinn fara fram kl. 19.30 í kvöld í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Kórinn var stofnaður 2011 og hefur Helga Margrét verið kórstjóri nánast frá upphafi. „Við gerum stundum grín að þessu en þegar ég kom inn voru þau búin að vera stjórnlaus því þau voru ekki búin að ráða sér kórstjóra. Ég kom inn nokkrum mánuðum eftir stofnun.“FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÍ dag eru meðlimirnir rúmlega 60 talsins og segir Helga Margrét að hópurinn hafi stækkað jafnt og vel. „Það var góður grunnhópur í kórnum til að byrja með en meðlimir voru bara tólf. Það er búið að vera hröð en góð breyting á því hvers konar hópur þetta er en með auknum fjölda breytist mikið og þetta er orðið stærra batterí.“ Helga Margrét segir hópinn mjög góðan og það sé þannig með kóra yfir höfuð að þegar fólk sem hafi gaman af því að syngja komi saman myndist góð dínamík. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með og lesa mér til um menningu hinsegin kóra um allan heim. Hún er mjög stór og mjög einkennandi að því leyti að það virðist nást einhver dýpri tenging. Það gæti verið vegna þess að fólk hefur í miklum mæli þurft að fara í svolitla sjálfsskoðun eða ekki gengið að öllu gefnu eða alltaf beinustu leiðina í lífinu.“ Þau reyni að vinna með það og þá menningu sem felst í því að vera í hinsegin kór og breiða út þau skilaboð að allir séu gjaldgengir og að allir séu góðir og fallegir. „Við reynum að koma því til skila bæði í söng og tali þegar við komum fram.“ Síðasta önn hjá kórnum var aðeins öðruvísi þar sem Helga Margrét eignaðist barn á miðri önninni. „Við fórum örlítið hægar í hana en það verður enginn afsláttur gefinn í vor. Við stefnum á að fara í kórferð til Ísafjarðar þannig að kórinn heimsækir loksins minn heimabæ. Við höfum verið að fara mikið út fyrir landsteinana en viljum líka passa það að sinna okkar eigin landi. Það er mjög gaman að syngja hérna heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira