Aron Pálmars og Björgvin Páll fjarri sínu besta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 17:30 Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Samsett/HSÍ Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru tveir af reyndustu leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins og góð frammistaða þeirra er algjört lykilatriði ef vel á að fara á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Frammistaða Arons og Björgvins Páls heillaði hinsvegar ekki marga í sex marka tapi á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær. Aron skoraði aðeins tvö mörk þrátt fyrir að reyna sjö skot í leiknum og Björgvini Páli tókst ekki að verja eitt einasta skot af þeim tólf sem Norðmenn skutu á hann. Þessi frammistaða þeirra tveggja gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur. Félagsliða-Aron Pálmarsson er handboltamaður á heimsmælikvarða... Landsliðs-Aron Pálmarsson er ofmetnasti handboltamaður íslandssögunar#handbolti — Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) January 3, 2019Tap gegn Noregi. Erfiður leikur gegn góðum andstæðingi. Tvö atriði stöðu upp úr. Aðalmarkvörður Norðmanna varði 17 skot á meðan aðalmarkvörður Íslendinga varði 0 skot. Sagosen dró vagn Norðmanna en sama er ekki hægt að segja um Aron Pálmarsson hjá okkar mönnum. #handbolti#hsí — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 3, 2019Norðmenn skrefi framar eins og er, hvergi veikur hlekkur. Gísli Þorgeir flottur en báðir hornamenn, ásamt Aroni og Bjöggi langt undir pari. Verðum að fá þessa menn í toppformi til að vinna heimsklassalið eins og Noreg #handbolti — Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 3, 2019 Íslenska handboltalandsliðið á eftir að mæta Brasilíumönnum og Hollendingum á þessu æfingamóti í Noregi og þessir tveir lykilmenn íslenska liðsins fá því tvö tækifæri til að finna taktinn og koma sér í gang. Það skiptir íslenska liðið mjög miklu máli að besti sóknarmaðurinn og aðalmarkvörðurinn séu að spila vel ætli þetta fyrsta stórmót liðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar að ganga vel. Báðir voru í góðum gír á því síðasta undir stjórn Guðmundar sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Aron Pálmarsson skoraði þá 37 mörk í 6 leikjum og komst í úrvalslið mótsins og Björgvin Páll varði meðal annars 4 af 13 vítum sem hann reyndi við.Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru tveir af reyndustu leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins og góð frammistaða þeirra er algjört lykilatriði ef vel á að fara á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Frammistaða Arons og Björgvins Páls heillaði hinsvegar ekki marga í sex marka tapi á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær. Aron skoraði aðeins tvö mörk þrátt fyrir að reyna sjö skot í leiknum og Björgvini Páli tókst ekki að verja eitt einasta skot af þeim tólf sem Norðmenn skutu á hann. Þessi frammistaða þeirra tveggja gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur. Félagsliða-Aron Pálmarsson er handboltamaður á heimsmælikvarða... Landsliðs-Aron Pálmarsson er ofmetnasti handboltamaður íslandssögunar#handbolti — Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) January 3, 2019Tap gegn Noregi. Erfiður leikur gegn góðum andstæðingi. Tvö atriði stöðu upp úr. Aðalmarkvörður Norðmanna varði 17 skot á meðan aðalmarkvörður Íslendinga varði 0 skot. Sagosen dró vagn Norðmanna en sama er ekki hægt að segja um Aron Pálmarsson hjá okkar mönnum. #handbolti#hsí — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 3, 2019Norðmenn skrefi framar eins og er, hvergi veikur hlekkur. Gísli Þorgeir flottur en báðir hornamenn, ásamt Aroni og Bjöggi langt undir pari. Verðum að fá þessa menn í toppformi til að vinna heimsklassalið eins og Noreg #handbolti — Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 3, 2019 Íslenska handboltalandsliðið á eftir að mæta Brasilíumönnum og Hollendingum á þessu æfingamóti í Noregi og þessir tveir lykilmenn íslenska liðsins fá því tvö tækifæri til að finna taktinn og koma sér í gang. Það skiptir íslenska liðið mjög miklu máli að besti sóknarmaðurinn og aðalmarkvörðurinn séu að spila vel ætli þetta fyrsta stórmót liðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar að ganga vel. Báðir voru í góðum gír á því síðasta undir stjórn Guðmundar sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Aron Pálmarsson skoraði þá 37 mörk í 6 leikjum og komst í úrvalslið mótsins og Björgvin Páll varði meðal annars 4 af 13 vítum sem hann reyndi við.Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira