Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 23:47 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Images Tæknirisinn Apple sendi í dag frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 yrði öllu lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum, að því er fram kemur á vef The Guardian.Viðskipti með hlutabréf í Apple voru stöðvuð tímabundið í dag á meðan Cook fór yfir stöðuna með helstu hluthöfum. Bréf í fyrirtækinu féllu um 7,45 prósent þegar banninu var aflétt skömmu síðar. Í bréfi Cook til hluthafa segir m.a. að stjórnendur Apple hafi ekki getað séð fyrir hversu mikil áhrif samdráttur í kínversku efnahagslífi hefði á gengi fyrirtækisins. Þá sagðist hann þess einnig fullviss að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína eigi hlut að máli og hafi áhrif þess endurspeglast í lakari kaupmætti kínverskra neytenda. Spár höfðu áður gert ráð fyrir að tekjur Apple næmu á bilinu 89-93 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2018. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur á fjórðungnum verði 84 milljarðar dala. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08 Öflugari iPad og grænni Air Haustkynning Apple fór friðsamlega fram. 30. október 2018 15:30 Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknirisinn Apple sendi í dag frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 yrði öllu lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum, að því er fram kemur á vef The Guardian.Viðskipti með hlutabréf í Apple voru stöðvuð tímabundið í dag á meðan Cook fór yfir stöðuna með helstu hluthöfum. Bréf í fyrirtækinu féllu um 7,45 prósent þegar banninu var aflétt skömmu síðar. Í bréfi Cook til hluthafa segir m.a. að stjórnendur Apple hafi ekki getað séð fyrir hversu mikil áhrif samdráttur í kínversku efnahagslífi hefði á gengi fyrirtækisins. Þá sagðist hann þess einnig fullviss að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína eigi hlut að máli og hafi áhrif þess endurspeglast í lakari kaupmætti kínverskra neytenda. Spár höfðu áður gert ráð fyrir að tekjur Apple næmu á bilinu 89-93 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2018. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur á fjórðungnum verði 84 milljarðar dala. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08 Öflugari iPad og grænni Air Haustkynning Apple fór friðsamlega fram. 30. október 2018 15:30 Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08
Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30