Ekki rétt að bankinn birti eigin spá Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. janúar 2019 07:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar. Breytingar hafa verið gerðar á starfsreglum nefndarinnar. Fréttablaðið/Stefán Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans. Til viðbótar geti birting spár af hálfu sérfræðinga Seðlabankans, sem er í grundvallaratriðum ólík sýn meirihluta peningastefnunefndar, skapað aukna óvissu á fjármálamörkuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðbrögðum peningastefnunefndar við tillögum starfshópsins, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, stýrði, en nefndin fjallaði um tillögurnar á fundi sínum í síðasta mánuði. Starfshópurinn, sem birti niðurstöður sínar í júní í fyrra, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta fjórum sinnum á ári vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá bankans. Slíkt gæti styrkt markaðsvæntingar og aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Peningastefnunefndin lýsir sig ósammála afstöðu starfshópsins að þessu leyti og bendir á að vaxtaspá Seðlabankans sé gerð af sérfræðingum bankans og sé því ekki spá peningastefnunefndarinnar. Ósamræmi geti því skapast á milli spár bankans og væntinga þeirra sem ákveða vexti bankans, það er nefndarmanna í peningastefnunefnd, um framtíðarþróun vaxtanna. Auk þess telur nefndin að birting spárinnar geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Peningastefna sé ekki „verkfræðilegt“ úrlausnarefni sem hægt sé að leysa með stærðfræðilíkönum. Til þess sé óvissan of mikil. Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoðanir á því hverjir jafnvægisvextir Seðlabankans séu. Því óttist nefndarmenn að birting einnar spár hjálpi ekki til við að upplýsa markaðinn um líklega þróun vaxta bankans. Varast að draga línu í sandinn Peningastefnunefnd Seðlabankans telur enn fremur að hugsa þurfi betur tillögu starfshópsins um að bankinn geri svonefnt „umferðarljósakerfi“ nýsjálenska seðlabankans að inngripastefnu sinni á gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir tillöguna þó skoðunarverða og hyggst á næstu mánuðum koma á fót vinnuhópi sem fær það hlutverk að leggja mat á inngripastefnu bankans. Nýsjálenska kerfið lýsir sér í einföldu máli þannig að seðlabankinn beitir einungis inngripum á gjaldeyrismarkaði ef gengi gjaldmiðilsins, nýsjálenska dalsins, er komið umfram það sem samræmst getur grundvallarhagstærðum hagkerfisins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig með síðustu viðbrögðum seðlabankans við gengissveiflum og eru því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda einnig um inngripin. Peningastefnunefndin bendir í viðbrögðum sínum á að takmörk séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjaldeyrisinngrip seðlabanka geti verið án þess að hætta skapist á að fjárfestar „krói bankann af og hagnist á einhliða veðmálum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið varasamt að seðlabankar dragi línu í sandinn í þessum efnum,“ segir nefndin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans. Til viðbótar geti birting spár af hálfu sérfræðinga Seðlabankans, sem er í grundvallaratriðum ólík sýn meirihluta peningastefnunefndar, skapað aukna óvissu á fjármálamörkuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðbrögðum peningastefnunefndar við tillögum starfshópsins, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, stýrði, en nefndin fjallaði um tillögurnar á fundi sínum í síðasta mánuði. Starfshópurinn, sem birti niðurstöður sínar í júní í fyrra, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta fjórum sinnum á ári vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá bankans. Slíkt gæti styrkt markaðsvæntingar og aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Peningastefnunefndin lýsir sig ósammála afstöðu starfshópsins að þessu leyti og bendir á að vaxtaspá Seðlabankans sé gerð af sérfræðingum bankans og sé því ekki spá peningastefnunefndarinnar. Ósamræmi geti því skapast á milli spár bankans og væntinga þeirra sem ákveða vexti bankans, það er nefndarmanna í peningastefnunefnd, um framtíðarþróun vaxtanna. Auk þess telur nefndin að birting spárinnar geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Peningastefna sé ekki „verkfræðilegt“ úrlausnarefni sem hægt sé að leysa með stærðfræðilíkönum. Til þess sé óvissan of mikil. Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoðanir á því hverjir jafnvægisvextir Seðlabankans séu. Því óttist nefndarmenn að birting einnar spár hjálpi ekki til við að upplýsa markaðinn um líklega þróun vaxta bankans. Varast að draga línu í sandinn Peningastefnunefnd Seðlabankans telur enn fremur að hugsa þurfi betur tillögu starfshópsins um að bankinn geri svonefnt „umferðarljósakerfi“ nýsjálenska seðlabankans að inngripastefnu sinni á gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir tillöguna þó skoðunarverða og hyggst á næstu mánuðum koma á fót vinnuhópi sem fær það hlutverk að leggja mat á inngripastefnu bankans. Nýsjálenska kerfið lýsir sér í einföldu máli þannig að seðlabankinn beitir einungis inngripum á gjaldeyrismarkaði ef gengi gjaldmiðilsins, nýsjálenska dalsins, er komið umfram það sem samræmst getur grundvallarhagstærðum hagkerfisins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig með síðustu viðbrögðum seðlabankans við gengissveiflum og eru því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda einnig um inngripin. Peningastefnunefndin bendir í viðbrögðum sínum á að takmörk séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjaldeyrisinngrip seðlabanka geti verið án þess að hætta skapist á að fjárfestar „krói bankann af og hagnist á einhliða veðmálum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið varasamt að seðlabankar dragi línu í sandinn í þessum efnum,“ segir nefndin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira