N4 biður enn um styrki frá sveitarfélögum til að gera jákvæða þætti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Merki sjónvarpsstöðvarinnnar N4. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra fá nú bréf frá sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri þar sem óskað er eftir fjárframlögum til að halda úti þáttaröðinni Að norðan sem fjallar um menningu og mannlíf á Norðurlandi. „N4 Sjónvarp nýtur engra opinberra styrkja og því er nauðsynlegt að hver þáttaröð standi undir sér, sérstaklega þegar um er að ræða stærri verkefni sem vikulegir þættir á borð við Að norðan eru,“ segir í bréfi sem meðal annars var sent til Langanesbyggðar þar sem sveitarstjóranum var falið að grennslast fyrir um hugmyndir N4. Í bréfi N4 segir að árlega séu frumsýndir um fimmtíu þættir með um 200 innslögum úr heimsóknum í öll sveitarfélög á Norðurlandi. Áður hefur komið fram að N4 leggur áherslu á að gefa jákvæða mynd af því efni sem fjallað er um. „Án fjárhagslegrar aðkomu þeirra sem um er rætt er mjög flókið að láta dæmið ganga upp. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa lengi komið að þessu verkefni og munu gera áfram. Sömu sögu er að segja af sveitarfélögum á Vesturlandi og Austurlandi með sambærilega þætti. En aðra sögu er því miður að segja um sveitarfélög á Norðurlandi eystra.“ N4 vísar í niðurstöður könnunar og árangursmats sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra létu gera vegna samstarfs við N4 um sjónvarps- og kynningarefni. Þar komi fram að allir teldu að umfjöllun stöðvarinnar hefði haft „mjög jákvæð“ eða „frekar jákvæð“ áhrif. „Það er mat okkar að til þess að hægt sé að halda áfram þáttaröðinni „Að norðan“ á N4 með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu ár, þurfi sveitarfélögin á Norðurlandi eystra, einnig að koma að borðinu. Hagurinn er allra,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra N4. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Langanesbyggð Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Sveitarfélög á Norðurlandi eystra fá nú bréf frá sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri þar sem óskað er eftir fjárframlögum til að halda úti þáttaröðinni Að norðan sem fjallar um menningu og mannlíf á Norðurlandi. „N4 Sjónvarp nýtur engra opinberra styrkja og því er nauðsynlegt að hver þáttaröð standi undir sér, sérstaklega þegar um er að ræða stærri verkefni sem vikulegir þættir á borð við Að norðan eru,“ segir í bréfi sem meðal annars var sent til Langanesbyggðar þar sem sveitarstjóranum var falið að grennslast fyrir um hugmyndir N4. Í bréfi N4 segir að árlega séu frumsýndir um fimmtíu þættir með um 200 innslögum úr heimsóknum í öll sveitarfélög á Norðurlandi. Áður hefur komið fram að N4 leggur áherslu á að gefa jákvæða mynd af því efni sem fjallað er um. „Án fjárhagslegrar aðkomu þeirra sem um er rætt er mjög flókið að láta dæmið ganga upp. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa lengi komið að þessu verkefni og munu gera áfram. Sömu sögu er að segja af sveitarfélögum á Vesturlandi og Austurlandi með sambærilega þætti. En aðra sögu er því miður að segja um sveitarfélög á Norðurlandi eystra.“ N4 vísar í niðurstöður könnunar og árangursmats sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra létu gera vegna samstarfs við N4 um sjónvarps- og kynningarefni. Þar komi fram að allir teldu að umfjöllun stöðvarinnar hefði haft „mjög jákvæð“ eða „frekar jákvæð“ áhrif. „Það er mat okkar að til þess að hægt sé að halda áfram þáttaröðinni „Að norðan“ á N4 með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu ár, þurfi sveitarfélögin á Norðurlandi eystra, einnig að koma að borðinu. Hagurinn er allra,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra N4.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Langanesbyggð Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira