Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 09:00 Arnar Freyr sáttur og sæll á æfingu gærkvöldsins. vísir/tom Arnar Freyr Arnarsson var brosið eitt þegar að Vísir ræddi við hann fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær enda ekki annað hægt en að hlakka til leiksins í kvöld á móti Þýskalandi. Strákarnir okkar lentu í Köln klukkan 14.00 í gær og æfðu um 19.00 en þeir voru allan daginn búinn að undirbúa sig fyrir stórleikinn á móti gestgjöfunum sjálfum. „Mér líður bara mjög vel. Það var smá hvíld í dag sem var gott. Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þennan stórleik,“ segir Arnar Freyr. Línu- og varnarmaðurinn var hreint magnaður á móti Makedóníu og var eins og mennskur veggur. Hann var efstur í löglegum stöðvunum með níu stykki og gerði hreinlega grín að stórskyttum Makedóníumanna og línumönnum þeirra. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var bara í einhverju zone-i. Það var mikið undir því ef við hefðum ekki unnið hefðum við ekki komist áfram. Maður gerir bara allt fyrir Ísland. Þannig bara er maður,“ segir Arnar Freyr sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum en hann vill meira þeim megin á vellinum. „Ég á enn þá meira inni í sóknarleiknum. Vonandi fæ ég bara marga bolta á móti Þýskalandi. Svona er þetta bara stundum. Það getur verið erfitt að finna línuna en við erum búnir að fara yfir þetta,“ segir Arnar Freyr. Stóri strákur er svo sannarlega ekki einn í vörninni. Stórmótanýliðinn Elvar Örn Jónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bakverðinum og Arnar er hrifinn. „Hann er í geggjuðu formi. Hann er ekki sá stærsti en hann hefur mikinn kraft og er í góðu standi. Það er mikið talað um hæð og eitthvað þannig en hann er bara í rosalega góðu formi og það mun fleyta honum langt í þessari baráttu við svona alvöru línumenn og skyttur,“ segir Arnar Freyr sem er ekkert smeykur fyrir kvöldinu. „Alls ekki. Þetta er bara geðveikt. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég finn meira fyrir tilhlökkun en kvíða. Við getum alveg unnið þessa Þjóðverja ef við náum að spila okkar leik,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson var brosið eitt þegar að Vísir ræddi við hann fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær enda ekki annað hægt en að hlakka til leiksins í kvöld á móti Þýskalandi. Strákarnir okkar lentu í Köln klukkan 14.00 í gær og æfðu um 19.00 en þeir voru allan daginn búinn að undirbúa sig fyrir stórleikinn á móti gestgjöfunum sjálfum. „Mér líður bara mjög vel. Það var smá hvíld í dag sem var gott. Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þennan stórleik,“ segir Arnar Freyr. Línu- og varnarmaðurinn var hreint magnaður á móti Makedóníu og var eins og mennskur veggur. Hann var efstur í löglegum stöðvunum með níu stykki og gerði hreinlega grín að stórskyttum Makedóníumanna og línumönnum þeirra. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var bara í einhverju zone-i. Það var mikið undir því ef við hefðum ekki unnið hefðum við ekki komist áfram. Maður gerir bara allt fyrir Ísland. Þannig bara er maður,“ segir Arnar Freyr sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum en hann vill meira þeim megin á vellinum. „Ég á enn þá meira inni í sóknarleiknum. Vonandi fæ ég bara marga bolta á móti Þýskalandi. Svona er þetta bara stundum. Það getur verið erfitt að finna línuna en við erum búnir að fara yfir þetta,“ segir Arnar Freyr. Stóri strákur er svo sannarlega ekki einn í vörninni. Stórmótanýliðinn Elvar Örn Jónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bakverðinum og Arnar er hrifinn. „Hann er í geggjuðu formi. Hann er ekki sá stærsti en hann hefur mikinn kraft og er í góðu standi. Það er mikið talað um hæð og eitthvað þannig en hann er bara í rosalega góðu formi og það mun fleyta honum langt í þessari baráttu við svona alvöru línumenn og skyttur,“ segir Arnar Freyr sem er ekkert smeykur fyrir kvöldinu. „Alls ekki. Þetta er bara geðveikt. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég finn meira fyrir tilhlökkun en kvíða. Við getum alveg unnið þessa Þjóðverja ef við náum að spila okkar leik,“ segir Arnar Freyr Arnarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43