Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 07:00 Elvar Örn Jónsson á æfingu Íslands í gær. vísir/tom Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mætir Þýskalandi með strákunum okkar í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM 2019 í kvöld klukkan 19.30. Verkefnið er ærið því Þjóðverjar verða vel studdir af smekkfullri 20.000 manna Lanxess-höllinni í kvöld en heimamenn ætla sér langt í mótinu. „Spennustigið bara eykst. Maður verður alltaf spenntari og spenntari. Nú er maður kominn í þessa rosalegu höll hérna. Maður hefur fylgst með Final Four í gegnum árin þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Elvar Örn. „Við búumst við fullri höll af Þjóðverjum að baula á okkur þannig að við þurfum að vera sterkari í hausnum og spila okkar leik.“ Elvar hóf mótið sem einn af aðalmönnunum í sókn og vörn en í síðustu leikjum hefur hlutverk hans aðeins minnkað í sókninni en stækkað í varnarleiknum. View this post on Instagram #10yearchallenge #strakarnirokkar A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Jan 18, 2019 at 2:47am PST Guðmundur er farinn að skipta reglulega tveimur inn og út í vörn og sókn og kemur Elvar inn að spila bakvörðinn þar sem hann er búinn að raða upp flestum löglegum stöðvunum allra í íslenska liðinu. „Ég tek því hlutverki vel. Ég spila bara þar sem að Gummi segir mér að spila. Ég geri bara mitt besta og er bara sáttur að fá að spila á HM,“ segir Elvar hógvær að vanda. Elvar Örn er mikill handboltaaðdáandi og hefur fylgst vel með stórmótum í gegnum tíðina. Á Facebook-síðu hans eru óborganlegar myndir af honum með stórstjörnum á borð við þýska hornamanninn Uwe Gensheimer og kollega hans í franska landsliðinu, Luc Abalo. Myndirnar eru frá 2010 og 2011 þegar að Elvar var þrettán og fjórtán ára gamall en nú er hann 21 árs að fara að mæta þessum hetjum sínum. „Það er gaman að fá að spila á móti þessum stjörnum sem að maður hefur litið upp til öll þessi ár. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Elvar Örn Jónsson.Næstu andstæðingar Elvars, og Elvar sjálfur......@handkastid @Seinnibylgjan pic.twitter.com/xsRL6TnHuZ— Hrafn Erlingsson (@hrafnerlingsson) January 19, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mætir Þýskalandi með strákunum okkar í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM 2019 í kvöld klukkan 19.30. Verkefnið er ærið því Þjóðverjar verða vel studdir af smekkfullri 20.000 manna Lanxess-höllinni í kvöld en heimamenn ætla sér langt í mótinu. „Spennustigið bara eykst. Maður verður alltaf spenntari og spenntari. Nú er maður kominn í þessa rosalegu höll hérna. Maður hefur fylgst með Final Four í gegnum árin þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Elvar Örn. „Við búumst við fullri höll af Þjóðverjum að baula á okkur þannig að við þurfum að vera sterkari í hausnum og spila okkar leik.“ Elvar hóf mótið sem einn af aðalmönnunum í sókn og vörn en í síðustu leikjum hefur hlutverk hans aðeins minnkað í sókninni en stækkað í varnarleiknum. View this post on Instagram #10yearchallenge #strakarnirokkar A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Jan 18, 2019 at 2:47am PST Guðmundur er farinn að skipta reglulega tveimur inn og út í vörn og sókn og kemur Elvar inn að spila bakvörðinn þar sem hann er búinn að raða upp flestum löglegum stöðvunum allra í íslenska liðinu. „Ég tek því hlutverki vel. Ég spila bara þar sem að Gummi segir mér að spila. Ég geri bara mitt besta og er bara sáttur að fá að spila á HM,“ segir Elvar hógvær að vanda. Elvar Örn er mikill handboltaaðdáandi og hefur fylgst vel með stórmótum í gegnum tíðina. Á Facebook-síðu hans eru óborganlegar myndir af honum með stórstjörnum á borð við þýska hornamanninn Uwe Gensheimer og kollega hans í franska landsliðinu, Luc Abalo. Myndirnar eru frá 2010 og 2011 þegar að Elvar var þrettán og fjórtán ára gamall en nú er hann 21 árs að fara að mæta þessum hetjum sínum. „Það er gaman að fá að spila á móti þessum stjörnum sem að maður hefur litið upp til öll þessi ár. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Elvar Örn Jónsson.Næstu andstæðingar Elvars, og Elvar sjálfur......@handkastid @Seinnibylgjan pic.twitter.com/xsRL6TnHuZ— Hrafn Erlingsson (@hrafnerlingsson) January 19, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43