Vilja margfeldiskosningu í Högum í júní Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. janúar 2019 09:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga. 365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38