Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 19:00 Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur." Húsnæðismál Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur."
Húsnæðismál Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira