Skór sem opna augun Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 10:00 Einhyrningar eru töfrandi skepnur sem lofa ævintýralegri upplifun og víst að þessir einhyrningsskór hitta í mark hjá mörgum stúlkum. NORDICPHOTOS/GETTY Tískuvikan í Hong Kong stendur nú yfir en samhliða henni er sýnt spennandi skótau úr árlegri samkeppni skóhönnuða þar í landi. Skókeppnin er nú haldin í 19. sinn en þeirri fyrstu var hleypt af stokkunum um aldamótin 2000. Keppnin vakti heimsathygli og hefur síðan notið virðingar og viðurkenningar um allan heim. Skókeppnin í Hong Kong er einstakt tækifæri fyrir skapandi hönnuði sem vilja hasla sér völl í skóiðnaði og er hugsuð sem hvetjandi vagga sem nærir og uppgötvar nýja og spennandi hönnuði, auk þess að bæta gæði og samkeppni meðal skóframleiðenda. Keppendur tefla meðal annars fram framúrstefnulegri hönnun á kvenskóm, karlaskóm, barnaskóm, töskum og stígvélum en einn keppnisflokkurinn eru vistvænir skór til verndunar jörðinni. Skórnir sem keppa nú eru sannarlega forvitnilegir fyrir augað. Sumir eru eins og skartgripir á meðan aðrir eru ævintýraheimur út af fyrir sig og aðrir fínasta þarfaþing á hjólum. Sigurvegarar skókeppninnar hafa sumir gert garðinn frægan og vinningspörin verið send á alþjóðlegar skósýningar víða um heim. Til að mynda hefur Ms. Yim Kit Ling, sigurvegari keppninnar árið 2002, unnið alþjóðlegu skókeppnina á Ítalíu í tvígang.sBotn og hæll með mynstri býflugnabús og stöku býflugum til skrauts.Þokkafullir, vorlegir og himinháir hælar skreyttir bláum og hvítum blómum.Svalir dádýrsskór með horni.Sólkerfið skreytir þessa glamúrskó.Töff hælaskór með fallbyssuhjólum. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Tískuvikan í Hong Kong stendur nú yfir en samhliða henni er sýnt spennandi skótau úr árlegri samkeppni skóhönnuða þar í landi. Skókeppnin er nú haldin í 19. sinn en þeirri fyrstu var hleypt af stokkunum um aldamótin 2000. Keppnin vakti heimsathygli og hefur síðan notið virðingar og viðurkenningar um allan heim. Skókeppnin í Hong Kong er einstakt tækifæri fyrir skapandi hönnuði sem vilja hasla sér völl í skóiðnaði og er hugsuð sem hvetjandi vagga sem nærir og uppgötvar nýja og spennandi hönnuði, auk þess að bæta gæði og samkeppni meðal skóframleiðenda. Keppendur tefla meðal annars fram framúrstefnulegri hönnun á kvenskóm, karlaskóm, barnaskóm, töskum og stígvélum en einn keppnisflokkurinn eru vistvænir skór til verndunar jörðinni. Skórnir sem keppa nú eru sannarlega forvitnilegir fyrir augað. Sumir eru eins og skartgripir á meðan aðrir eru ævintýraheimur út af fyrir sig og aðrir fínasta þarfaþing á hjólum. Sigurvegarar skókeppninnar hafa sumir gert garðinn frægan og vinningspörin verið send á alþjóðlegar skósýningar víða um heim. Til að mynda hefur Ms. Yim Kit Ling, sigurvegari keppninnar árið 2002, unnið alþjóðlegu skókeppnina á Ítalíu í tvígang.sBotn og hæll með mynstri býflugnabús og stöku býflugum til skrauts.Þokkafullir, vorlegir og himinháir hælar skreyttir bláum og hvítum blómum.Svalir dádýrsskór með horni.Sólkerfið skreytir þessa glamúrskó.Töff hælaskór með fallbyssuhjólum.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira