Fasteignaverð ekki hækkað minna milli ára síðan 2011 Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 10:17 Þrátt fyrir allt var fasteignamarkaðurinn nokkuð líflegur á síðasta ári að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/vilhelm Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem vísað er til í nýrri Hagsjá Landsbankans, hækkaði verð á fjölbýli um 5,5% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,3%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%. Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.Kjaraviðræður orsakavaldur? Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember. „Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem vísað er til í nýrri Hagsjá Landsbankans, hækkaði verð á fjölbýli um 5,5% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,3%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%. Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.Kjaraviðræður orsakavaldur? Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember. „Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira