Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 11:00 Línumaðuruinn Stojanche Stoilov getur skaðað vandræði. Getty/TF-Images Nú er komið að fimmta og síðasta leiknum í riðlinum hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Makedóníu sem hefur oft orðið á vegi íslenska liðsins í gegnum tíðina. Makedóníumenn hafa unnið tvo leiki eins og íslenska landsliðið og er þetta því algjör úrslitaleikur um þriðja sæti í riðlinum sem gefur sæti í milliriðli. Íslenska liðinu nægir reyndar jafntefli því liðið er með betri markatölu í fyrstu fjórum leikjum sínum en Makedónar.Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Makedóníu og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Makedónía á HM 2019 - Makedóníumenn komust á HM í gegnum evrópska umspilið alveg eins og íslenska landsliðið. Á meðan Ísland sló út Litháen þá hafði Makedónía betur á móti Rúmeníu. Makedónía lagði grunninn að sigrinum í umspilinu með því að vinna fyrri leikinn á heimavelli með átta marka mun, 32-24. Þeir komust þannig upp með það að tapa seinni leiknum með einu marki í Rúmenínu en unnu engu að síður einvígið með sjö marka mun, 57-50. Makedónía komst í umspilið þar sem liðið var með á Evrópumótinu í Króatíu í fyrra þar sem liðið náði ellefta sætinu.- Gengi Makedóníu á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er sjötta heimsmeistaramótið í sögu handboltalandsliðs Makedóniu en liðið er nú með á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Fyrsta heimsmeistaramót Makedóníu var HM í Egyptalandi 1999 sem er eitt af fáum heimsmeistaramótum á síðustu áratugum þar sem Ísland var ekki meðal þátttökuþjóða. Makedónía endaði í 18. sæti á sínu fyrsta HM sem er ennþá í dag slakasti árangur liðsins á heimsmeistaramótið. Þetta var líka eina heimsmeistaramót Makedóna í áratug því þeir komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en á HM 2009 sem var annað mót sem Ísland missti af. Í umspilinu fyrir HM 2009 þá vann Makedónía lið Íslands en íslensku strákarnir svöruðu því með því að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking nokkrum mánuðum síðar. Besta heimsmeistaramót Makedóna var HM í Katar 2015 þegar liðið endaði í 9. sæti. Makedónska liðið endaði þá í 2. sæti í sínum riðli á eftir Krótaíu en tapaði síðan með tveggja marka mun á móti Slóveníu í sextán liða úrslitunum.Kiril Lazarov í leik á móti Íslandi á HM 2017.Vísir/EPA- Síðasta stórmót Makedóníu - Makedónía endaði í 11. sæti á EM í Króatíu í fyrra en liðið kom þá mörgum á óvart með því að vinna sinn riðil og hafa þá betur gegn bæði Þýskalandi og Slóveníu. Makedóníumenn fóru með þrjú stig í milliriðilinn en töpuðu þar öllum þremur leikjum sínum á móti Spáni, Tékklandi og Danmörku sem þýddi að þeir enduðu í neðsta sæti riðilsins. Makedónía endaði í fimmtánda sæti á síðasta heimsmeistaramóti sem var í Frakklandi fyrir tveimur árum. Makedónía var þar með Íslandi í riðli og endaði sæti ofar. Bæði lið komust í sextán liða úrslitin. Þau duttu líka bæði út þar, Ísland á móti verðandi heimsmeisturum Frakka en Makedónar á móti Norðmönnum sem fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn.Ólafur Guðmundsson reynir skot á móti Makedóníu í undankeppni EM 2018.EPA/GEORGI LICOVSKI- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Vegir Íslands og Makedóníu hafa oft legið saman á síðustu árum en oftar þó í undankeppnum stórmóta en úrslitakeppnunum sjálfum. Þjóðirnar eru sem dæmi nú saman í riðli í undankeppni EM 2020 og voru líka saman í undankeppni EM 2018. Liðin hafa ekki enn spilað innbyrðisleiki sína í undankeppni EM 2020 en í undankeppni 2018 þá unnu þau hvort sinn leikinn, Makedónía 30-25 á sínum heimavelli en Ísland 30-29 í Laugardalshöllinni. Íslenska handboltalandsliðið hefur þrisvar sinnum mætt Makedóníu á stórmóti, tvisvar á HM og einu sinni á EM. Ísland hefur aldrei tapað fyrir Makedóníu á stóra sviðinu, unnið tvo leiki og gert eitt jafnteflið. Þetta eina jafntefli kom einmitt í síðasta leik þjóðanna á stórmóti sem var á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum en leikurinn endaði 27-27. Rúnar Kárason skoraði þá jöfnunarmark Íslands sem hafði áður misst niður þriggja marka forskot á síðustu átta mínútum leiksins. Íslenska liðið vann aftur á móti báða leiki sína við Makedóna á stórmótum undir stjórn Arons Kristjánssinar, fyrst 23-19 á HM 2013 og svo 29-27 á EM 2014. Sárustu kynni Íslands af Makedóníu í tengslum við stórmót var örugglega í umspili um sæti á HM 2009. Makedónía vann þá fyrri leikinn 34-26 á heimavelli sínum. 30-23 sigur Íslands í Laugardalshöllinni var ekki nóg fyrir íslensku strákanna.Kiril Lazarov.Getty/TF-Images- Stærstu stjörnurnar í liði Makedóníu - Langstærsta stjarnan í makedónska liðinu er hinn 38 ára gamli Kiril Lazarov og hann hefur verið það í að verða tvo áratugi. Kiril Lazarov hefur unnið allt með félagsliðum sínum er meðal markahæstu manna sögunnar á EM, í HM og í Meistaradeildinni. Kiril Lazarov hefur skorað yfir 1600 mörk fyrir landsliðið og er nær alltaf meðal markahæstu manna á stórmótum. Hann skoraði samtals 19 mörk í tveimur leikjum á móti Íslandi í undankeppni EM 2018. Kiril Lazarov er þriðji markahæstur á þessu HM með 25 mörk í fjórum leikjum en hann er jafnframt sá sem er búinn að gefa flestar stoðsendingar eða 20. Lazarov hefur því komið að 45 mörkum í fjórum leikjum eða yfir ellefu í leik. Vinstri hornamaðurinn Dejan Manaskov er líka frábær leikmaður og hefur aðeins skorað fimm mörkum færra en Lazarov í mótinu. Skyttan Filip Kuzmanovski og línumaðuruinn Zarko Pesevski hafa báðir skorað fimmtán mörk en bæði Pesevski og Stojance Stoilov eru mjög erfiðir við að eiga inn á línunni. Þá má ekki gleyma markverðinum Borko Ristovski sem hefur oftar en ekki reynst mótherjum sínum erfiður. Ristovski hefur varið 37 prósent allra skota á þessu HM og 50 prósent langskotanna.Raúl González þjálfar lið Makedóníu.Getty/ TF-Images- Þjálfari Makedóníu á HM 2019 - Spánverjinn Raúl González þjálfar landslið Makedóníu en hann er einnig þjálfari franska stórliðsins Paris Saint-Germain. González er á sínu fyrsta tímabili með PSG en hefur verið með makedónska landsliðið frá 2017. González tók við liði Paris Saint-Germain af Zvonimir Serdarusic sem hafði gert liðið að frönskum meisturum þrjú ár í röð. PSG er nú taplaust á toppi frönsku deildarinnar og González byrjar því vel í franska boltanum. González hafði áður unnið Meistaradeildina með RK Vardar vorið 2017 en hann hætti með liðið eftir að hafa unnið deildina í Makedóníu fjögur ár í röð frá 2015 til 2018. Raúl González var landsliðsmaður sjálfur og vann meðal annars brons á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 með spænska landsliðinu. Hann fékk líka silfur á EM 1996 og EM 1998. González byrjaði þjálfaraferill sinn sem aðstoðarþjálfari Talant Dujshebaev hjá BM Ciudad Real en González og Ólafur Stefánsson unnu marga titla saman á Spáni þegar Ólafur lék með Ciudad Real frá 2005 til 2009. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Nú er komið að fimmta og síðasta leiknum í riðlinum hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Makedóníu sem hefur oft orðið á vegi íslenska liðsins í gegnum tíðina. Makedóníumenn hafa unnið tvo leiki eins og íslenska landsliðið og er þetta því algjör úrslitaleikur um þriðja sæti í riðlinum sem gefur sæti í milliriðli. Íslenska liðinu nægir reyndar jafntefli því liðið er með betri markatölu í fyrstu fjórum leikjum sínum en Makedónar.Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Makedóníu og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Makedónía á HM 2019 - Makedóníumenn komust á HM í gegnum evrópska umspilið alveg eins og íslenska landsliðið. Á meðan Ísland sló út Litháen þá hafði Makedónía betur á móti Rúmeníu. Makedónía lagði grunninn að sigrinum í umspilinu með því að vinna fyrri leikinn á heimavelli með átta marka mun, 32-24. Þeir komust þannig upp með það að tapa seinni leiknum með einu marki í Rúmenínu en unnu engu að síður einvígið með sjö marka mun, 57-50. Makedónía komst í umspilið þar sem liðið var með á Evrópumótinu í Króatíu í fyrra þar sem liðið náði ellefta sætinu.- Gengi Makedóníu á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er sjötta heimsmeistaramótið í sögu handboltalandsliðs Makedóniu en liðið er nú með á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Fyrsta heimsmeistaramót Makedóníu var HM í Egyptalandi 1999 sem er eitt af fáum heimsmeistaramótum á síðustu áratugum þar sem Ísland var ekki meðal þátttökuþjóða. Makedónía endaði í 18. sæti á sínu fyrsta HM sem er ennþá í dag slakasti árangur liðsins á heimsmeistaramótið. Þetta var líka eina heimsmeistaramót Makedóna í áratug því þeir komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en á HM 2009 sem var annað mót sem Ísland missti af. Í umspilinu fyrir HM 2009 þá vann Makedónía lið Íslands en íslensku strákarnir svöruðu því með því að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking nokkrum mánuðum síðar. Besta heimsmeistaramót Makedóna var HM í Katar 2015 þegar liðið endaði í 9. sæti. Makedónska liðið endaði þá í 2. sæti í sínum riðli á eftir Krótaíu en tapaði síðan með tveggja marka mun á móti Slóveníu í sextán liða úrslitunum.Kiril Lazarov í leik á móti Íslandi á HM 2017.Vísir/EPA- Síðasta stórmót Makedóníu - Makedónía endaði í 11. sæti á EM í Króatíu í fyrra en liðið kom þá mörgum á óvart með því að vinna sinn riðil og hafa þá betur gegn bæði Þýskalandi og Slóveníu. Makedóníumenn fóru með þrjú stig í milliriðilinn en töpuðu þar öllum þremur leikjum sínum á móti Spáni, Tékklandi og Danmörku sem þýddi að þeir enduðu í neðsta sæti riðilsins. Makedónía endaði í fimmtánda sæti á síðasta heimsmeistaramóti sem var í Frakklandi fyrir tveimur árum. Makedónía var þar með Íslandi í riðli og endaði sæti ofar. Bæði lið komust í sextán liða úrslitin. Þau duttu líka bæði út þar, Ísland á móti verðandi heimsmeisturum Frakka en Makedónar á móti Norðmönnum sem fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn.Ólafur Guðmundsson reynir skot á móti Makedóníu í undankeppni EM 2018.EPA/GEORGI LICOVSKI- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Vegir Íslands og Makedóníu hafa oft legið saman á síðustu árum en oftar þó í undankeppnum stórmóta en úrslitakeppnunum sjálfum. Þjóðirnar eru sem dæmi nú saman í riðli í undankeppni EM 2020 og voru líka saman í undankeppni EM 2018. Liðin hafa ekki enn spilað innbyrðisleiki sína í undankeppni EM 2020 en í undankeppni 2018 þá unnu þau hvort sinn leikinn, Makedónía 30-25 á sínum heimavelli en Ísland 30-29 í Laugardalshöllinni. Íslenska handboltalandsliðið hefur þrisvar sinnum mætt Makedóníu á stórmóti, tvisvar á HM og einu sinni á EM. Ísland hefur aldrei tapað fyrir Makedóníu á stóra sviðinu, unnið tvo leiki og gert eitt jafnteflið. Þetta eina jafntefli kom einmitt í síðasta leik þjóðanna á stórmóti sem var á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum en leikurinn endaði 27-27. Rúnar Kárason skoraði þá jöfnunarmark Íslands sem hafði áður misst niður þriggja marka forskot á síðustu átta mínútum leiksins. Íslenska liðið vann aftur á móti báða leiki sína við Makedóna á stórmótum undir stjórn Arons Kristjánssinar, fyrst 23-19 á HM 2013 og svo 29-27 á EM 2014. Sárustu kynni Íslands af Makedóníu í tengslum við stórmót var örugglega í umspili um sæti á HM 2009. Makedónía vann þá fyrri leikinn 34-26 á heimavelli sínum. 30-23 sigur Íslands í Laugardalshöllinni var ekki nóg fyrir íslensku strákanna.Kiril Lazarov.Getty/TF-Images- Stærstu stjörnurnar í liði Makedóníu - Langstærsta stjarnan í makedónska liðinu er hinn 38 ára gamli Kiril Lazarov og hann hefur verið það í að verða tvo áratugi. Kiril Lazarov hefur unnið allt með félagsliðum sínum er meðal markahæstu manna sögunnar á EM, í HM og í Meistaradeildinni. Kiril Lazarov hefur skorað yfir 1600 mörk fyrir landsliðið og er nær alltaf meðal markahæstu manna á stórmótum. Hann skoraði samtals 19 mörk í tveimur leikjum á móti Íslandi í undankeppni EM 2018. Kiril Lazarov er þriðji markahæstur á þessu HM með 25 mörk í fjórum leikjum en hann er jafnframt sá sem er búinn að gefa flestar stoðsendingar eða 20. Lazarov hefur því komið að 45 mörkum í fjórum leikjum eða yfir ellefu í leik. Vinstri hornamaðurinn Dejan Manaskov er líka frábær leikmaður og hefur aðeins skorað fimm mörkum færra en Lazarov í mótinu. Skyttan Filip Kuzmanovski og línumaðuruinn Zarko Pesevski hafa báðir skorað fimmtán mörk en bæði Pesevski og Stojance Stoilov eru mjög erfiðir við að eiga inn á línunni. Þá má ekki gleyma markverðinum Borko Ristovski sem hefur oftar en ekki reynst mótherjum sínum erfiður. Ristovski hefur varið 37 prósent allra skota á þessu HM og 50 prósent langskotanna.Raúl González þjálfar lið Makedóníu.Getty/ TF-Images- Þjálfari Makedóníu á HM 2019 - Spánverjinn Raúl González þjálfar landslið Makedóníu en hann er einnig þjálfari franska stórliðsins Paris Saint-Germain. González er á sínu fyrsta tímabili með PSG en hefur verið með makedónska landsliðið frá 2017. González tók við liði Paris Saint-Germain af Zvonimir Serdarusic sem hafði gert liðið að frönskum meisturum þrjú ár í röð. PSG er nú taplaust á toppi frönsku deildarinnar og González byrjar því vel í franska boltanum. González hafði áður unnið Meistaradeildina með RK Vardar vorið 2017 en hann hætti með liðið eftir að hafa unnið deildina í Makedóníu fjögur ár í röð frá 2015 til 2018. Raúl González var landsliðsmaður sjálfur og vann meðal annars brons á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 með spænska landsliðinu. Hann fékk líka silfur á EM 1996 og EM 1998. González byrjaði þjálfaraferill sinn sem aðstoðarþjálfari Talant Dujshebaev hjá BM Ciudad Real en González og Ólafur Stefánsson unnu marga titla saman á Spáni þegar Ólafur lék með Ciudad Real frá 2005 til 2009.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00
Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00
Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00
Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30