Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 14:02 Elvar Örn er með mömmu sína með sér á mótinu og pabba á bekknum. vísir/sigurður/tom Elvar Örn Jónsson þreytti frumraun sína á HM í gærkvöldi þegar að Ísland tapaði fyrir Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta Selfyssingurinn spilaði vel og skoraði fimm mörk, gaf þrjár stoðsendingar og var með sjö löglegar stöðvanir í vörninni en er auðvitað svekktur með tapið. „Auðvitað er ég svekktur með tapið í gær en ég svekkti mig bara í gær og núna er ég að hugsa um næsta leik sem er á móti Spáni. Við æfum bara í kvöld og leikgreinum þessa Spánverja. Ég hugsa bara um næsta leik,“ segir hann.Gagga, eins og hún er kölluð, í stuði í gær.vísr/tomElvar spilar með Selfossi í Olís-deildinni en hver er svona helsti munurinn á því að spila á móti strákunum heima og svona drekum í króatíska liðinu? „Þetta eru miklu þyngri og sneggri menn og meiri handboltaheilar. Hraðinn er stóri munurinn og þeir eru bara miklu þyngri. Þetta er allt annað,“ segir hann, en leikstjórnadinn fílaði sig bara vel. „Mér leið bara vel. Mér fannst ég ná að ráða ágætlega við þetta. Auðvitað gerir maður mistök og allt það en maður reynir bara að laga það fyrir næsta leik,“ segir Elvar. Ragnhildur Sigurðardóttir, móðir Elvars Arnar, stal senunni í Ólympíuhöllinni í gær þar sem hún mætti klædd í glæsilegan Íslandskjól og var heldur betur í stuði þegar að Vísir tók fólk tali í höllinni.Klippa: Elvar - Gaman að hafa foreldrana með mér „Hún eltir mig út um allt og ég met það í botn. Ég fíla að hafa hana og hún fílar athyglina líka. Hún elskar hana,“ segir Elvar léttur, en faðir hans er svo sjúkraþjálfari Selfossliðsins og landsliðsins. „Þau hafa stutt mig alla mína ævi, pabbi sem sjúkraþjálfari liðsins og mamma að elta sem klappstýra liðsins. Það er bara gaman að hafa þau með mér,“ segir Elvar Örn Jónsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Ísmamman frá Selfossi og Siggi Sveins í stuði í München | Myndband Vísir tók nokkra spennta stuðningsmenn tali í Ólympíuhöllinni fyrir leik Íslands og Króatíu. 11. janúar 2019 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Elvar Örn Jónsson þreytti frumraun sína á HM í gærkvöldi þegar að Ísland tapaði fyrir Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta Selfyssingurinn spilaði vel og skoraði fimm mörk, gaf þrjár stoðsendingar og var með sjö löglegar stöðvanir í vörninni en er auðvitað svekktur með tapið. „Auðvitað er ég svekktur með tapið í gær en ég svekkti mig bara í gær og núna er ég að hugsa um næsta leik sem er á móti Spáni. Við æfum bara í kvöld og leikgreinum þessa Spánverja. Ég hugsa bara um næsta leik,“ segir hann.Gagga, eins og hún er kölluð, í stuði í gær.vísr/tomElvar spilar með Selfossi í Olís-deildinni en hver er svona helsti munurinn á því að spila á móti strákunum heima og svona drekum í króatíska liðinu? „Þetta eru miklu þyngri og sneggri menn og meiri handboltaheilar. Hraðinn er stóri munurinn og þeir eru bara miklu þyngri. Þetta er allt annað,“ segir hann, en leikstjórnadinn fílaði sig bara vel. „Mér leið bara vel. Mér fannst ég ná að ráða ágætlega við þetta. Auðvitað gerir maður mistök og allt það en maður reynir bara að laga það fyrir næsta leik,“ segir Elvar. Ragnhildur Sigurðardóttir, móðir Elvars Arnar, stal senunni í Ólympíuhöllinni í gær þar sem hún mætti klædd í glæsilegan Íslandskjól og var heldur betur í stuði þegar að Vísir tók fólk tali í höllinni.Klippa: Elvar - Gaman að hafa foreldrana með mér „Hún eltir mig út um allt og ég met það í botn. Ég fíla að hafa hana og hún fílar athyglina líka. Hún elskar hana,“ segir Elvar léttur, en faðir hans er svo sjúkraþjálfari Selfossliðsins og landsliðsins. „Þau hafa stutt mig alla mína ævi, pabbi sem sjúkraþjálfari liðsins og mamma að elta sem klappstýra liðsins. Það er bara gaman að hafa þau með mér,“ segir Elvar Örn Jónsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Ísmamman frá Selfossi og Siggi Sveins í stuði í München | Myndband Vísir tók nokkra spennta stuðningsmenn tali í Ólympíuhöllinni fyrir leik Íslands og Króatíu. 11. janúar 2019 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00
Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30
Ísmamman frá Selfossi og Siggi Sveins í stuði í München | Myndband Vísir tók nokkra spennta stuðningsmenn tali í Ólympíuhöllinni fyrir leik Íslands og Króatíu. 11. janúar 2019 17:00