Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa 11. janúar 2019 19:38 Aron Pálmarsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið átti mjög góðan leik í kvöld og sýndi mikinn karakter með að vinna sig aftur inn í leikinn en Króatar refsuðu fyrir hver mistök með auðveldum mörkum. Íslensku strákarnir náðu að vinna upp fjögurra marka mun í seinni hálfeik og komast tveimur mörkum yfir en Króatar voru öflugir á endasprettinum og tryggðu sér sigurinn með 9-3 endaspretti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda í algjörum heimsklassa. Það var heldur enginn nýliðabragur á Elvari Erni Jónssyni sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann engan takt eins og í síðustu leikjum. Ekki nógu góð frammistaða hjá honum. Þarf að vakna.Bjarki Már Elísson - 4 Kom inn í liðið við erfiðar aðstæður, stóð fyrir sínu og gott betur. Seinni hálfleikurinn hjá honum lofar góðu fyrir framhaldið.Aron Pálmarsson - 6 Besti leikmaður íslenska liðsins. Mataði félaga sína með frábærum sendingum og skoraði glæsileg mörk. Var á pari við bestu leikmenn heims í liði Króatíu. Var í algjörum heimsklassa.Elvar Örn Jónsson - 5 Lék frábærlega í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu á heimsmeistaramóti. Mjög öflugur í sóknarleiknum en varnarleikinn þarf hann að bæta.Ómar Ingi Magnússon - 4 Spilaði vel fyrir liðið og samherja sína. Skotógn var afar lítil hjá honum enda við ramman reip að draga. Góður kafla í seinni hálfleik lofar góðu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Kláraði það sem að honum var rétt. Bætti að öðru leiti litlu við leik liðsins. Góður leikmaður sem þarf hinsvegar að sýna meira.Arnar Freyr Arnarsson - 5 Lék líklega sinn besta landsleik. Það mæddi gríðarlega mikið á honum varnarlega og þar stóð hann sig eins og hetja. Þarf aftur á móti að nýta færin sín betur.Ólafur Gústafsson - 4 Var í rauninni í erfiðu hlutverki varnarlega en verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sig fram. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki betri mann í hans stöðu.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson - 4 Kom óvænt inn í liðið og skilaði sínu í Noregi. Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn í leikinn í dag. Stimplaði sig inn með ágætri frammistöðu í seinni hálfleik.Ólafur Guðmundsson - 4 Hefur oft gert betur sóknarlega en hann hefur vaxið gríðarlega í sínum leik og þá ekki síst varnarlega. Er afar mikilvægur liðinu enda enginn sem fyllir hans skarð.Ýmir Örn Gíslason - 3 Var að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu og spilaði í tæpar tíu mínútur. Skilaði sínu þann tíma sem hann lék. Framtíðarvarnarmaður en skortir reynslu sem kemur.Sigvaldi Guðjónsson - spilaði ekkertTeitur Örn Einarsson - spilaði ekkertDaníel Þór Ingason - spilaði ekkertGísli Þorgeir Kristjánsson - spilaði ekkertStefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertÞjálfarinn Guðmundur Guðmundsson - 5 Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Guðmundi. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður á móti framliggjandi vörn Króata. Sóknarleikurinn er eitt helsta vopn Guðmundar. Hann fær hinsvegar mínus í kladdann að vera aðeins með eitt varnarafbrigði en það skírist líklega að stuttum tíma sem hann hefur verið með liðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið átti mjög góðan leik í kvöld og sýndi mikinn karakter með að vinna sig aftur inn í leikinn en Króatar refsuðu fyrir hver mistök með auðveldum mörkum. Íslensku strákarnir náðu að vinna upp fjögurra marka mun í seinni hálfeik og komast tveimur mörkum yfir en Króatar voru öflugir á endasprettinum og tryggðu sér sigurinn með 9-3 endaspretti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda í algjörum heimsklassa. Það var heldur enginn nýliðabragur á Elvari Erni Jónssyni sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann engan takt eins og í síðustu leikjum. Ekki nógu góð frammistaða hjá honum. Þarf að vakna.Bjarki Már Elísson - 4 Kom inn í liðið við erfiðar aðstæður, stóð fyrir sínu og gott betur. Seinni hálfleikurinn hjá honum lofar góðu fyrir framhaldið.Aron Pálmarsson - 6 Besti leikmaður íslenska liðsins. Mataði félaga sína með frábærum sendingum og skoraði glæsileg mörk. Var á pari við bestu leikmenn heims í liði Króatíu. Var í algjörum heimsklassa.Elvar Örn Jónsson - 5 Lék frábærlega í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu á heimsmeistaramóti. Mjög öflugur í sóknarleiknum en varnarleikinn þarf hann að bæta.Ómar Ingi Magnússon - 4 Spilaði vel fyrir liðið og samherja sína. Skotógn var afar lítil hjá honum enda við ramman reip að draga. Góður kafla í seinni hálfleik lofar góðu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Kláraði það sem að honum var rétt. Bætti að öðru leiti litlu við leik liðsins. Góður leikmaður sem þarf hinsvegar að sýna meira.Arnar Freyr Arnarsson - 5 Lék líklega sinn besta landsleik. Það mæddi gríðarlega mikið á honum varnarlega og þar stóð hann sig eins og hetja. Þarf aftur á móti að nýta færin sín betur.Ólafur Gústafsson - 4 Var í rauninni í erfiðu hlutverki varnarlega en verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sig fram. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki betri mann í hans stöðu.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson - 4 Kom óvænt inn í liðið og skilaði sínu í Noregi. Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn í leikinn í dag. Stimplaði sig inn með ágætri frammistöðu í seinni hálfleik.Ólafur Guðmundsson - 4 Hefur oft gert betur sóknarlega en hann hefur vaxið gríðarlega í sínum leik og þá ekki síst varnarlega. Er afar mikilvægur liðinu enda enginn sem fyllir hans skarð.Ýmir Örn Gíslason - 3 Var að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu og spilaði í tæpar tíu mínútur. Skilaði sínu þann tíma sem hann lék. Framtíðarvarnarmaður en skortir reynslu sem kemur.Sigvaldi Guðjónsson - spilaði ekkertTeitur Örn Einarsson - spilaði ekkertDaníel Þór Ingason - spilaði ekkertGísli Þorgeir Kristjánsson - spilaði ekkertStefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertÞjálfarinn Guðmundur Guðmundsson - 5 Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Guðmundi. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður á móti framliggjandi vörn Króata. Sóknarleikurinn er eitt helsta vopn Guðmundar. Hann fær hinsvegar mínus í kladdann að vera aðeins með eitt varnarafbrigði en það skírist líklega að stuttum tíma sem hann hefur verið með liðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira