„Ég veit ekki hvað skeði síðustu tíu og ég þarf að horfa á þetta aftur en það er kannski auðveld mörk sem þeir fá í hraðaupphlaupum þegar við erum að tapa boltanum í sókninni.“
„Svo fáum við á okkur tvær mínútur og þeir nýttu það vel. Það skeði eitthvað þarna í lokin og þeir fá afar auðveld mörk.“
Ísland lét reka sig útaf á síðustu tíu mínútunum og Ólafur vildi ekki skella allri skuldinni á dómamranna.
„Við erum enn að reyna venjast einhverri línu hérna en kannski voru þetta bara ásættanlegar þessar tvær mínútur sem við fengum á okkur. Ég veit það ekki.“
Hann var þó heilt yfir nokkuð ánægður með varnarleikinn hjá sér og kollegum sínum í kvöld.
„Við vorum smá stund að finna okkur og að fá markvörslu í þetta. Við fórum að klára það sem við höfum verið að tala um á æfingum að ætla að klára.“
„Að fá þá í þessi skot sem við vildum fá þá í. Þegar við komumst inn í leikinn í síðari hálfleik þá fannst mér það líka útaf varnarleik,“