Í haust greindi Vísir frá því að Róbert og Ksenia hefðu trúlofað sig inni í Þríhnúkagíg.
Róbert hefur verið fyrirferðarmikill í íslensku viðskiptalífi í mörg ár og er hann í dag forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen.
Nýjasta myndin sem birtist á Instagram-reikningi Róberts er af parinu saman á ströndinni. Þar sést mjög augljóslega að Ksenia er barnshafandi. Með myndinni stendur: „Það er nokkuð ljóst að það vex eitthvað á milli okkar.“
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af reikningi Róberts.