Handbolti

Hálf Evrópa er á eftir Hauki Þrastarsyni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur í unglingalandsleik.
Haukur í unglingalandsleik. ehf
Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson er gríðarlega eftirsóttur og forseti pólska stórliðsins Kielce hefur nú lýst yfir áhuga á Hauki.

„Við höfum áhuga en vandamálið er að sömu sögu er að segja af hálfri Evrópu,“ segir Bertus Servaas, forseti Kielce, sem hefur örugglega nýtt sér tengingu við Þóri Ólafsson, fyrrum leikmann Kielce og aðstoðarþjálfara Selfoss.

Haukur er aðeins 17 ára gamall og er einmitti sautjándi maður hjá íslenska landsliðinu á HM. Frammistaða hans með Selfossi og landsliðum Íslands hefur ekki farið fram hjá neinum.

„Hann er heitasta nafnið í hans aldursflokki í heiminum. Hann hefur ótrúlega hæfileika og gæti fetað í fótspor Arons Pálmarssonar. Hann er líka á óskalista hjá PSG, Kiel og Flensburg. Það vilja allir fá hann.“

Haukur er enn að spila með Selfyssingum og hefur flýtt sér hægt á leið í atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×