Íslendingafans á Eurosonic-hátíðinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. janúar 2019 09:00 Hatari hefur vakið athygli fyrir villta sviðsframkomu hér heima og erlendis. Á Eurosonic-tónlistarráðstefnunni og tónlistarhátíðinni sem haldin verður í Groningen í Hollandi í næstu viku verður varla hægt að stíga niður fæti án þess að lenda á íslenskum listamönnum, en þarna verða hvorki meira né minna en sjö íslensk nöfn á dagskrá og flest öll frekar fersk og nýkomin á sjónarsviðið. Þetta eru Reykjavíkurdætur, Bríet, Hugar, Uné Misère, Hildur, Kælan mikla og Hatari. Eins og komið hefur fram áður hér í Fréttablaðinu munu Reykjavíkurdætur þarna taka við MMETA-verðlaununum þann 16. janúar, en þau verðlaun hefur Ásgeir Trausti einn Íslendinga unnið áður. „Það er svo mikið af skemmtilegri nýliðun í tónlistinni hérna að við erum að fá sjö bönd inn, en það er frekar mikið og sérstaklega miðað við hvað þetta er smátt land,“ segir Sigtryggur Baldursson, aðalsprautan hjá ÚTÓN sem hefur verið bak við tjöldin að bauka í þessari góðu útkomu fyrir íslenska tónlist. „Reykjavíkurdætur taka þarna við frekar stórum verðlaunum og það var að detta inn mjög góður dómur um plötuna þeirra, en hún fær fjórar stjörnur. Það er líka þýskur sjónvarpsþáttur sem mun taka upp þrjú af böndunum, en þetta er þátturinn Rockpalast, sem er gamall og mjög þekktur þar í landi.“ Einnig birtist nú á dögunum umfjöllun í Clash Magazine þar sem þetta þekkta tónlistarrit skrifar gífurlega lofsamlega um hljómsveitina Hatari og segir lesendum sem ætla á að kíkja á Eurosonic að missa ekki af bandinu – þar er þeim líka lýst sem iðnaðarsteampönkurum og cyber-gotum sem spúa frá sér elektrónískum töktum og vélsagarkenndum synthalínum sem þeir æpa yfir um samfélagslegt ósætti. Árið 2015 var Ísland tekið sérstaklega fyrir á Eurosonic og þá fóru 19 verkefni héðan á hátíðina auk þess sem pallborð fór fram um íslenska tónlist og tónlistarbransa. Þetta virðist vera að skila sér. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á Eurosonic-tónlistarráðstefnunni og tónlistarhátíðinni sem haldin verður í Groningen í Hollandi í næstu viku verður varla hægt að stíga niður fæti án þess að lenda á íslenskum listamönnum, en þarna verða hvorki meira né minna en sjö íslensk nöfn á dagskrá og flest öll frekar fersk og nýkomin á sjónarsviðið. Þetta eru Reykjavíkurdætur, Bríet, Hugar, Uné Misère, Hildur, Kælan mikla og Hatari. Eins og komið hefur fram áður hér í Fréttablaðinu munu Reykjavíkurdætur þarna taka við MMETA-verðlaununum þann 16. janúar, en þau verðlaun hefur Ásgeir Trausti einn Íslendinga unnið áður. „Það er svo mikið af skemmtilegri nýliðun í tónlistinni hérna að við erum að fá sjö bönd inn, en það er frekar mikið og sérstaklega miðað við hvað þetta er smátt land,“ segir Sigtryggur Baldursson, aðalsprautan hjá ÚTÓN sem hefur verið bak við tjöldin að bauka í þessari góðu útkomu fyrir íslenska tónlist. „Reykjavíkurdætur taka þarna við frekar stórum verðlaunum og það var að detta inn mjög góður dómur um plötuna þeirra, en hún fær fjórar stjörnur. Það er líka þýskur sjónvarpsþáttur sem mun taka upp þrjú af böndunum, en þetta er þátturinn Rockpalast, sem er gamall og mjög þekktur þar í landi.“ Einnig birtist nú á dögunum umfjöllun í Clash Magazine þar sem þetta þekkta tónlistarrit skrifar gífurlega lofsamlega um hljómsveitina Hatari og segir lesendum sem ætla á að kíkja á Eurosonic að missa ekki af bandinu – þar er þeim líka lýst sem iðnaðarsteampönkurum og cyber-gotum sem spúa frá sér elektrónískum töktum og vélsagarkenndum synthalínum sem þeir æpa yfir um samfélagslegt ósætti. Árið 2015 var Ísland tekið sérstaklega fyrir á Eurosonic og þá fóru 19 verkefni héðan á hátíðina auk þess sem pallborð fór fram um íslenska tónlist og tónlistarbransa. Þetta virðist vera að skila sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira