Viðskipti innlent

Íslendingar þurfa áætlanir vegna vindorku

Sighvatur Jónsson skrifar
Yfir helmingur allra vindorkuvera Stóra-Bretlands er í Skotlandi. Skotar hafa unnið að reglum um hvar leyfa skal vindmyllur og hvar ekki.

Vindmyllur eru hvorki leyfðar í þjóðgörðum né á þekktum náttúrusvæðum landsins.

Ekkert gerst á Íslandi

Graham Marchbank skipulagsfræðingur fór á eftirlaun fyrir fjórum árum. Eitt af hans síðustu verkum var að kynna fyrir íslenskum yfirvöldum áætlanir Skota um vindorku.

Graham furðar sig á því að lítið hafi gerst í málum síðan hann kom síðast til landsins.

Fjórum árum síðar höfum við í Skotlandi öðlast frekari reynslu af vindorku og stefnu til að styðja greinina og vernda besta landslagið. En fjórum árum seinna eruð þið á Íslandi á sama stað, ekkert er í raun byrjað.

Íslensk sveitarfélög geta afgreitt leyfi vegna vindmylla sem framleiða orku undir tíu megavöttum. Stærri vindorkuver þurfa að fara í gegnum rammaáætlun stjórnvalda.

Í Skotlandi er viðmiðið annað, sveitarfélög geta veitt leyfi fyrir vindmyllum sem framleiða orku allt að fimmtíu megavöttum án aðkomu ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×