Brottfall nemenda nánast horfið eftir stuðning Íslendinga Heimsljós kynnir 28. janúar 2019 13:45 Nemendur Milimbo grunnskólans. Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví og flestum nemendunum var kennt undir trjám á skólalóðinni. Nú eru aðstæðurnar aðrar og betri: Allir nemendur skólans eru komnir undir þak, átján kennslustofur komnar í gagnið, námsárangurinn er betri og brottfall nemenda hefur nánast horfið, hefur farið úr 20 prósent í tæplega tvö prósent. Skýringin á þessum umskiptum í Milimbo skólanum er stuðningur héraðsyfirvalda í Mangochi við skólann gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Menntun er einn lykilþátta í samstarfi Íslendinga og héraðsstjórnarinnar, tólf grunnskólar fá sérstakan stuðning og Milimbo skólinn er einn þeirra. Stuðningurinn nær ekki aðeins til ytri búnaðar eins og byggingu skólastofa, kaupa á skólaborðum og stólum og bæta salernisaðstöðu, heldur einnig til þjálfunar kennara og kaupa á námsbókum. Þá fá nemendur skólans máltíð á hverjum degi en Íslendingar hafa um langt árabil stutt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna við að koma upp heimaræktuðum skólamáltíðum fyrir malavíska nemendur. Mæður barnanna sjá um þá þjónustu í sjálfboðaliðastarfi. Í tilefni af heimsókn formanns og annars varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis stigu fulltrúar foreldra og skólastjórnarinnar fram og þökkuðu af hjartans einlægni fyrir ómetanlega stuðning við æsku Malaví. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti lýstu báðir þingmennirnir yfir mikilli ánægju með framfarirnar í skólanum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví og flestum nemendunum var kennt undir trjám á skólalóðinni. Nú eru aðstæðurnar aðrar og betri: Allir nemendur skólans eru komnir undir þak, átján kennslustofur komnar í gagnið, námsárangurinn er betri og brottfall nemenda hefur nánast horfið, hefur farið úr 20 prósent í tæplega tvö prósent. Skýringin á þessum umskiptum í Milimbo skólanum er stuðningur héraðsyfirvalda í Mangochi við skólann gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Menntun er einn lykilþátta í samstarfi Íslendinga og héraðsstjórnarinnar, tólf grunnskólar fá sérstakan stuðning og Milimbo skólinn er einn þeirra. Stuðningurinn nær ekki aðeins til ytri búnaðar eins og byggingu skólastofa, kaupa á skólaborðum og stólum og bæta salernisaðstöðu, heldur einnig til þjálfunar kennara og kaupa á námsbókum. Þá fá nemendur skólans máltíð á hverjum degi en Íslendingar hafa um langt árabil stutt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna við að koma upp heimaræktuðum skólamáltíðum fyrir malavíska nemendur. Mæður barnanna sjá um þá þjónustu í sjálfboðaliðastarfi. Í tilefni af heimsókn formanns og annars varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis stigu fulltrúar foreldra og skólastjórnarinnar fram og þökkuðu af hjartans einlægni fyrir ómetanlega stuðning við æsku Malaví. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti lýstu báðir þingmennirnir yfir mikilli ánægju með framfarirnar í skólanum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent