Bjarni varð 49 ára á laugardaginn og fagnaði hann deginum í faðmi fjölskyldunnar.
„Mér finnst ég fínn og flottur með nýja bindið frá Guðríði Línu,“ segir Bjarni á Facebook.
Þeir Einar Bárðarson og Svavar Örn vöktu afmælisbarnið sjálft í þættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn og má heyra það spjall hér að neðan.