Leiktíðin 2019 hefst hjá Tiger Woods í dag er hann hefur leik á opna Bændatryggingamótinu, Farmers Insurance Open, á Torrey Pines-vellinum.
Tiger hefur unnið 80 mót á PGA-mótaröðinni og 10 prósent þeirra sigra hafa komið á Torrey Pines. Honum hefur gengið ótrúlega vel þar í gegnum tíðina.
Síðasti risatitill Tiger kom að sjálfsögðu á Torrey Pines en það var árið 2008 sem hann vann US Open þar.
„Það er frábært að vera kominn aftur hingað,“ sagði Tiger en hann er í þrettánda sæti heimslistans eftir ótrúlega endurkomu á síðasta ári.
Hann mun spila með Tony Finau og Xander Schauffele í dag. Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 20.00.
Tiger snýr til baka á sínum uppáhaldsvelli
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn


