Valur endurheimti toppsætið í Olís-deild kvenna með þriggja marka sigri á Stjörnuni í kvöld, 19-16. Haukar rúlluðu yfir botnlið Selfoss og KA/Þór vann nýliðaslaginn gegn HK.
Jafnræði var í Origo-höllinni í fyrri hálfleik þar sem Valur og Stjarnan mættust en Valur var 9-8 yfir í hálfleik. Þær höfðu svo betur að lokum með þremur mörkum en ekki mikið skorað í leiknum. Lokatölur 19-16.
Með sigrinum er því Valur aftur komið á topp Olís-deildarinnar en Fram var þar um stundarsakir eftir sigurinn gegn ÍBV um helgina. Valur er með 21 stig en Fram 19. Stjarnan er í sjötta sætinu með níu stig.
Haukar lentu í engum vandræðum með botnlið Selfoss en Haukarnir unnu þrettán marka sigur 33-20. Þær tóku völdin strax í upphafi leiks og leiddu í hálfleik, 15-12.
Þær rauðklæddu úr Hafnarfirði eru í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig en Selfoss er í bullandi vandræðum. Liðið er á botni deildarinnar með fjögur stig, þremur stigum á eftir HK sem er í sætinu fyrir ofan.
KA/Þór vann svo nýliðaslaginn gegn HK, 19-17, í miklum spennuleik norðan heiða en staðan í hálfleik var 11-8. HK gat minnkað muninn í eitt mark er um mínúta var eftir en tókst það ekki og því fór sem fór.
Díana Kristín Sigrmarsdóttir var lang atkvæðamest í liði HK en hún skoraði átta mörk. Sigríður Hauksdóttir gerði fjögur. Í liði KA/Þór var það Katrín Vilhjálmsdóttir esm gerði sjö mörk og Sólveig Lára Kristjánsdóttir fjögur.
Eftir sigurinn er KA/Þór þó áfram í fimmta sæti deildarinnar en nú með þrettán stig. Liðið er tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti en ÍBV er með fimmtán stig í fimmta sætinu. HK er í sjöunda sæti með sjö stig.
Valur endurheimti toppsætið | KA/Þór tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa
Íslenski boltinn






Kári Kristján semur við Þór Akureyri
Handbolti

Bonmatí vann þriðja árið í röð
Fótbolti

