Mike Ashley vill kaupa plötuverslunarkeðjuna HMV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Mike Ashley, eigandi íþróttavörukeðjunnar Sports Direct. Nordicphotos/Getty Breski kaupsýslumaðurinn Mike Ashley, eigandi Sports Direct, hefur gert tilboð í bresku hljómplötuverslunarkeðjuna HMV sem fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir Financial Times. Ashley, sem hefur látið til sín taka á breskum smásölumarkaði undanfarin misseri, er sagður hafa verið einn „nokkurra“ fjárfesta sem gerðu kauptilboð í HMV. Skiptastjóri á vegum KPMG tók við rekstri keðjunnar, sem rekur um 125 verslanir víða í Bretlandi, í kjölfar þess að hún var tekin til gjaldþrotaskipta í desember. Um tvö þúsund manns starfa hjá HMV. Í frétt Financial Times er bent á að Ashley, sem á jafnframt knattspyrnufélagið Newcastle United, hafi á undanförnum sex mánuðum eignast keðjurnar House of Fraser og Evans Cycles í kjölfar þess að þær fóru í þrot. Jafnframt fer Sports Direct með hlut í tískukeðjunum French Connection og Debenhams. Samkvæmt heimildum Sky News hefur Ashley átt í viðræðum við helstu viðskiptavini og birgja HMV á síðustu tveimur vikum og rætt þar áhuga sinn á því að eignast plötuverslunarkeðjuna. Ekki liggur fyrir hvort eignarhaldið á keðjunni, ef tilboð Ashleys verður samþykkt, verði í gegnum Sports Direct eða annað félag á hans vegum. Keðjan hefur tvisvar sinnum verið tekin til gjaldþrotaskipta á undanförnum sex árum en rekstrarumhverfi hennar hefur versnað hratt á tímabilinu, sér í lagi eftir að streymisveitur hófu að selja aðgang að tónlist á netinu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tónlist Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breski kaupsýslumaðurinn Mike Ashley, eigandi Sports Direct, hefur gert tilboð í bresku hljómplötuverslunarkeðjuna HMV sem fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir Financial Times. Ashley, sem hefur látið til sín taka á breskum smásölumarkaði undanfarin misseri, er sagður hafa verið einn „nokkurra“ fjárfesta sem gerðu kauptilboð í HMV. Skiptastjóri á vegum KPMG tók við rekstri keðjunnar, sem rekur um 125 verslanir víða í Bretlandi, í kjölfar þess að hún var tekin til gjaldþrotaskipta í desember. Um tvö þúsund manns starfa hjá HMV. Í frétt Financial Times er bent á að Ashley, sem á jafnframt knattspyrnufélagið Newcastle United, hafi á undanförnum sex mánuðum eignast keðjurnar House of Fraser og Evans Cycles í kjölfar þess að þær fóru í þrot. Jafnframt fer Sports Direct með hlut í tískukeðjunum French Connection og Debenhams. Samkvæmt heimildum Sky News hefur Ashley átt í viðræðum við helstu viðskiptavini og birgja HMV á síðustu tveimur vikum og rætt þar áhuga sinn á því að eignast plötuverslunarkeðjuna. Ekki liggur fyrir hvort eignarhaldið á keðjunni, ef tilboð Ashleys verður samþykkt, verði í gegnum Sports Direct eða annað félag á hans vegum. Keðjan hefur tvisvar sinnum verið tekin til gjaldþrotaskipta á undanförnum sex árum en rekstrarumhverfi hennar hefur versnað hratt á tímabilinu, sér í lagi eftir að streymisveitur hófu að selja aðgang að tónlist á netinu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tónlist Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira