Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður.
Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.
Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i
— Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019
.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I
— Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019
Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0
— Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019
Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.
Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann.
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019
Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM.
„Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir.
Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.