Vopnaður myndavél og 50 mm linsu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. janúar 2019 06:45 "Mér finnst mér hafa farið fram,“ segir Páll Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta er það sem ég er að fást við núna,“ segir Páll Stefánsson sem sýnir ljósmyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Eðli málsins samkvæmt er yfirskrift sýningarinnar …?núna. Á vegg ljósmyndasafnsins má lesa þennan texta Páls, sem er lýsandi fyrir tóninn í sýningunni: „Við breytum ekki birtunni en við getum öll flutt fjöll með mannúð og manngæsku, og það strax, já, núna.“ Ljósmyndir af flóttamönnum mynda hluta sýningarinnar. „Ég hef farið margoft til landa eins og Bangladess, Brasilíu, Líbanon, Jórdaníu og Tyrklands til að mynda flóttamenn,“ segir Páll. Undanfarin fjögur ár hefur hann unnið að ljósmyndabók með myndum af flóttamönnum sem kemur væntanlega út í vor.Þessi kona er Róhingjamúslimi á sjötugsaldri og flúði hörmungar í Burma.Vont og venst ekki Spurður hvort það taki ekki á að hitta flóttamenn í ömurlegum aðstæðum þeirra segir Páll: „Þetta er vont og venst ekki. Hugmynd mín er fyrst og fremst sú að vekja athygli á þessu alheimsvandamáli, en flóttamenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Við erum öll gestir á Hótel Jörð og enginn velur sér það hlutskipti að vera flóttamaður. Ég, fæddur norður í Öxarfjarðarhreppi, skil ekki þá mannvonsku sem flóttamenn þekkja svo vel. Það er ein mynd á sýningunni sem ég tók af tíu ára strák sem var að koma frá Burma til Bangladess. Hann hafði horft á fólk brenna móður hans. Augun í honum eru eins og í gömlum manni.“ Spurður hvernig flóttamennirnir hafi tekið því að hann myndaði þá segir Páll: „Ég er mjög mállaus hvort sem ég er í Bangladess eða Brasilíu. Ég nálgast fólkið þannig að ég lyfti myndavélinni upp og spyr með augunum hvort ég megi taka mynd. Ef fólk segir nei, sem er mjög sjaldgæft, þá tek ég ekki mynd. Ég nota ekki aðdráttarlinsur, heldur er í nánd við fólkið.“„Ég er að skapa hughrif sem litur og birta bjóða upp á,“ segir Páll en þessi mynd er af Fúlukvísl og er ein af mörgum landslagsmyndum á sýningunni.Páll telur að viðhorf Íslendinga til flóttamanna einkennist af hræðslu. „Við erum hrædd við framandi menningu og framandi fólk. Ég held að margir vilji vel en samt eru margs konar fordómar áberandi. Mér finnst við ekki hafa staðið okkur á sambærilegan hátt og Svíar og Þjóðverjar sem hafa tekið við miklum fjölda flóttamanna. Fólk er fólk. Þegar teknar eru röntgenmyndir af fólki þá sést að öll erum við eins.“Er að skapa hughrif Myndir af íslensku landslagi, með margvíslegum formum, litum og birtu, mynda hinn hluta sýningarinnar. Margar þeirra ljósmynda eru nánast eins og abstrakt málverk. „Mér finnst mér hafa farið fram og mér finnst ég vera að endurnýja mig. Ég er búinn að vinna við ljósmyndun í hátt í fjörutíu ár og ætli ég sé ekki farinn að einfalda myndrammann. Nú geri ég mikið af því að mynda form í landslaginu og þá skiptir ekki máli hvar staðurinn er eða hvað hann heitir. Ég er að skapa hughrif sem litur og birta bjóða upp á,“ segir Páll.Þessi áhrifamikla ljósmynd Páls sýnir tíu ára gamlan dreng sem flúði frá Burma en hann sá móður sína brennda til bana.Myndirnar á sýningunni eru auðvitað allar til sölu. „Við Íslendingar höfum alltaf verið nýjungagjarnir og erum fljótir að tileinka okkur hluti. Við erum framsækin og menningarleg þjóð. En það sem mér finnst stórundarlegt er að það að kaupa ljósmyndir sem listform hefur ekki náð flugi hjá söfnurum og listkaupendum. Mér finnst einkennilegt hvað það hefur verið lítill markaður fyrir alvöru ljósmyndun,“ segir Páll. Hann er strax byrjaður á næsta stóra verkefni sem hann segir tengjast umhverfismálum í stóru samhengi. Hann segist vilja hafa áhrif með myndum sínum. „Ég er að þessu til að gleðja fólk, hreyfa við því en auðvitað líka til að vekja það til umhugsunar um stórmál samtímans, eins og flóttamannavandann og umhverfismálin, vopnaður myndavél og 50 mm linsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
„Þetta er það sem ég er að fást við núna,“ segir Páll Stefánsson sem sýnir ljósmyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Eðli málsins samkvæmt er yfirskrift sýningarinnar …?núna. Á vegg ljósmyndasafnsins má lesa þennan texta Páls, sem er lýsandi fyrir tóninn í sýningunni: „Við breytum ekki birtunni en við getum öll flutt fjöll með mannúð og manngæsku, og það strax, já, núna.“ Ljósmyndir af flóttamönnum mynda hluta sýningarinnar. „Ég hef farið margoft til landa eins og Bangladess, Brasilíu, Líbanon, Jórdaníu og Tyrklands til að mynda flóttamenn,“ segir Páll. Undanfarin fjögur ár hefur hann unnið að ljósmyndabók með myndum af flóttamönnum sem kemur væntanlega út í vor.Þessi kona er Róhingjamúslimi á sjötugsaldri og flúði hörmungar í Burma.Vont og venst ekki Spurður hvort það taki ekki á að hitta flóttamenn í ömurlegum aðstæðum þeirra segir Páll: „Þetta er vont og venst ekki. Hugmynd mín er fyrst og fremst sú að vekja athygli á þessu alheimsvandamáli, en flóttamenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Við erum öll gestir á Hótel Jörð og enginn velur sér það hlutskipti að vera flóttamaður. Ég, fæddur norður í Öxarfjarðarhreppi, skil ekki þá mannvonsku sem flóttamenn þekkja svo vel. Það er ein mynd á sýningunni sem ég tók af tíu ára strák sem var að koma frá Burma til Bangladess. Hann hafði horft á fólk brenna móður hans. Augun í honum eru eins og í gömlum manni.“ Spurður hvernig flóttamennirnir hafi tekið því að hann myndaði þá segir Páll: „Ég er mjög mállaus hvort sem ég er í Bangladess eða Brasilíu. Ég nálgast fólkið þannig að ég lyfti myndavélinni upp og spyr með augunum hvort ég megi taka mynd. Ef fólk segir nei, sem er mjög sjaldgæft, þá tek ég ekki mynd. Ég nota ekki aðdráttarlinsur, heldur er í nánd við fólkið.“„Ég er að skapa hughrif sem litur og birta bjóða upp á,“ segir Páll en þessi mynd er af Fúlukvísl og er ein af mörgum landslagsmyndum á sýningunni.Páll telur að viðhorf Íslendinga til flóttamanna einkennist af hræðslu. „Við erum hrædd við framandi menningu og framandi fólk. Ég held að margir vilji vel en samt eru margs konar fordómar áberandi. Mér finnst við ekki hafa staðið okkur á sambærilegan hátt og Svíar og Þjóðverjar sem hafa tekið við miklum fjölda flóttamanna. Fólk er fólk. Þegar teknar eru röntgenmyndir af fólki þá sést að öll erum við eins.“Er að skapa hughrif Myndir af íslensku landslagi, með margvíslegum formum, litum og birtu, mynda hinn hluta sýningarinnar. Margar þeirra ljósmynda eru nánast eins og abstrakt málverk. „Mér finnst mér hafa farið fram og mér finnst ég vera að endurnýja mig. Ég er búinn að vinna við ljósmyndun í hátt í fjörutíu ár og ætli ég sé ekki farinn að einfalda myndrammann. Nú geri ég mikið af því að mynda form í landslaginu og þá skiptir ekki máli hvar staðurinn er eða hvað hann heitir. Ég er að skapa hughrif sem litur og birta bjóða upp á,“ segir Páll.Þessi áhrifamikla ljósmynd Páls sýnir tíu ára gamlan dreng sem flúði frá Burma en hann sá móður sína brennda til bana.Myndirnar á sýningunni eru auðvitað allar til sölu. „Við Íslendingar höfum alltaf verið nýjungagjarnir og erum fljótir að tileinka okkur hluti. Við erum framsækin og menningarleg þjóð. En það sem mér finnst stórundarlegt er að það að kaupa ljósmyndir sem listform hefur ekki náð flugi hjá söfnurum og listkaupendum. Mér finnst einkennilegt hvað það hefur verið lítill markaður fyrir alvöru ljósmyndun,“ segir Páll. Hann er strax byrjaður á næsta stóra verkefni sem hann segir tengjast umhverfismálum í stóru samhengi. Hann segist vilja hafa áhrif með myndum sínum. „Ég er að þessu til að gleðja fólk, hreyfa við því en auðvitað líka til að vekja það til umhugsunar um stórmál samtímans, eins og flóttamannavandann og umhverfismálin, vopnaður myndavél og 50 mm linsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira