Haukur: Þetta er bara handbolti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:48 Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Sjá meira
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Sjá meira
Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29