Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí 21. janúar 2019 07:00 Arnold hefur í gegnum tíðina ekki þótt nein smásmíði en hann virkar þó eins og meðalmaður við hlið Hafþórs og Joes Manganiello sem er stór og sterkur strákur líka. Félagarnir höfðu það huggulegt á heimili leikarans. MYND/INSTAGRAM Kraftakarlinn ógurlegi Hafþór Júlíus Björnsson lagði góðu málefni lið um helgina þar sem hann sýndi mátt sinn á sérstakri kraftasýningu Arnolds Schwarzenegger í Kaliforníu. Samkvæmt Instagram-síðu Hafþórs flaug hann til Los Angeles fyrir helgi í boði Arnolds sem setti sýninguna á fót til að safna fé fyrir slökkviliðsmenn sem háð hafa hetjulega baráttu við gríðarlega skógarelda í ríkinu síðustu vikur. Kraftakeppnin fór fram á hinni þekktu Santa Monica Pier. Hafþór Júlíus greindi frá ferðalagi sínu á Instagram fyrir helgi og fékk þá kæra kveðju frá Schwarzenegger sjálfum sem kvaðst hlakka til að sjá hann. Eftir að hafa svitnað fyrir slökkviliðsmennina fengu Hafþór og eiginkona hans heimboð frá Arnold sjálfum ef marka má Instagram-síðu vöðvatröllsins. Þar situr Hafþór fyrir á mynd með Arnold og leikaranum íturvaxna Joe Manganiello og þakkar átrúnaðargoðinu fyrir góða veislu, kvöldmat og UFC-áhorf. „Frábært kvöld með vinum í gær,“ skrifar Hafþór við Instagram-færslu sína á sunnudag. „Þakka þér Schwarzenegger fyrir að bjóða mér og eiginkonu minni á þitt fallega heimili.“ Færsluna merkir Hafþór svo með myllumerkjunum #Dinner og #UFC. Hafþór verður sem fyrr í hlutverki Fjallsins í lokaseríu Game of Thrones sem væntanleg er og beðið er með mikilli eftirvæntingu. Hann upplýsti það í samtali við Mashable á dögunum að hann hefði í fyrsta sinn þurft að fá áhættuleikara fyrir sig. Ljóst er að það hleypur enginn svo glatt í skarðið fyrir hinn risavaxna Hafþór. „Hann er stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ er haft eftir Hafþóri. Mikil leynd hvílir yfir öllum tökum þáttaraðarinnar en breska blaðið Metro segir að sum atriðin sem staðgengillinn leysti Hafþór af í hafi hreinlega verið svo krefjandi að hann hafi ekki mátt leika þau. Hingað til hefur Hafþór leikið öll sín eigin bardagaatriði, svo vænta má að tekið verði á því núna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Kraftakarlinn ógurlegi Hafþór Júlíus Björnsson lagði góðu málefni lið um helgina þar sem hann sýndi mátt sinn á sérstakri kraftasýningu Arnolds Schwarzenegger í Kaliforníu. Samkvæmt Instagram-síðu Hafþórs flaug hann til Los Angeles fyrir helgi í boði Arnolds sem setti sýninguna á fót til að safna fé fyrir slökkviliðsmenn sem háð hafa hetjulega baráttu við gríðarlega skógarelda í ríkinu síðustu vikur. Kraftakeppnin fór fram á hinni þekktu Santa Monica Pier. Hafþór Júlíus greindi frá ferðalagi sínu á Instagram fyrir helgi og fékk þá kæra kveðju frá Schwarzenegger sjálfum sem kvaðst hlakka til að sjá hann. Eftir að hafa svitnað fyrir slökkviliðsmennina fengu Hafþór og eiginkona hans heimboð frá Arnold sjálfum ef marka má Instagram-síðu vöðvatröllsins. Þar situr Hafþór fyrir á mynd með Arnold og leikaranum íturvaxna Joe Manganiello og þakkar átrúnaðargoðinu fyrir góða veislu, kvöldmat og UFC-áhorf. „Frábært kvöld með vinum í gær,“ skrifar Hafþór við Instagram-færslu sína á sunnudag. „Þakka þér Schwarzenegger fyrir að bjóða mér og eiginkonu minni á þitt fallega heimili.“ Færsluna merkir Hafþór svo með myllumerkjunum #Dinner og #UFC. Hafþór verður sem fyrr í hlutverki Fjallsins í lokaseríu Game of Thrones sem væntanleg er og beðið er með mikilli eftirvæntingu. Hann upplýsti það í samtali við Mashable á dögunum að hann hefði í fyrsta sinn þurft að fá áhættuleikara fyrir sig. Ljóst er að það hleypur enginn svo glatt í skarðið fyrir hinn risavaxna Hafþór. „Hann er stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ er haft eftir Hafþóri. Mikil leynd hvílir yfir öllum tökum þáttaraðarinnar en breska blaðið Metro segir að sum atriðin sem staðgengillinn leysti Hafþór af í hafi hreinlega verið svo krefjandi að hann hafi ekki mátt leika þau. Hingað til hefur Hafþór leikið öll sín eigin bardagaatriði, svo vænta má að tekið verði á því núna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira