Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí 21. janúar 2019 07:00 Arnold hefur í gegnum tíðina ekki þótt nein smásmíði en hann virkar þó eins og meðalmaður við hlið Hafþórs og Joes Manganiello sem er stór og sterkur strákur líka. Félagarnir höfðu það huggulegt á heimili leikarans. MYND/INSTAGRAM Kraftakarlinn ógurlegi Hafþór Júlíus Björnsson lagði góðu málefni lið um helgina þar sem hann sýndi mátt sinn á sérstakri kraftasýningu Arnolds Schwarzenegger í Kaliforníu. Samkvæmt Instagram-síðu Hafþórs flaug hann til Los Angeles fyrir helgi í boði Arnolds sem setti sýninguna á fót til að safna fé fyrir slökkviliðsmenn sem háð hafa hetjulega baráttu við gríðarlega skógarelda í ríkinu síðustu vikur. Kraftakeppnin fór fram á hinni þekktu Santa Monica Pier. Hafþór Júlíus greindi frá ferðalagi sínu á Instagram fyrir helgi og fékk þá kæra kveðju frá Schwarzenegger sjálfum sem kvaðst hlakka til að sjá hann. Eftir að hafa svitnað fyrir slökkviliðsmennina fengu Hafþór og eiginkona hans heimboð frá Arnold sjálfum ef marka má Instagram-síðu vöðvatröllsins. Þar situr Hafþór fyrir á mynd með Arnold og leikaranum íturvaxna Joe Manganiello og þakkar átrúnaðargoðinu fyrir góða veislu, kvöldmat og UFC-áhorf. „Frábært kvöld með vinum í gær,“ skrifar Hafþór við Instagram-færslu sína á sunnudag. „Þakka þér Schwarzenegger fyrir að bjóða mér og eiginkonu minni á þitt fallega heimili.“ Færsluna merkir Hafþór svo með myllumerkjunum #Dinner og #UFC. Hafþór verður sem fyrr í hlutverki Fjallsins í lokaseríu Game of Thrones sem væntanleg er og beðið er með mikilli eftirvæntingu. Hann upplýsti það í samtali við Mashable á dögunum að hann hefði í fyrsta sinn þurft að fá áhættuleikara fyrir sig. Ljóst er að það hleypur enginn svo glatt í skarðið fyrir hinn risavaxna Hafþór. „Hann er stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ er haft eftir Hafþóri. Mikil leynd hvílir yfir öllum tökum þáttaraðarinnar en breska blaðið Metro segir að sum atriðin sem staðgengillinn leysti Hafþór af í hafi hreinlega verið svo krefjandi að hann hafi ekki mátt leika þau. Hingað til hefur Hafþór leikið öll sín eigin bardagaatriði, svo vænta má að tekið verði á því núna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Kraftakarlinn ógurlegi Hafþór Júlíus Björnsson lagði góðu málefni lið um helgina þar sem hann sýndi mátt sinn á sérstakri kraftasýningu Arnolds Schwarzenegger í Kaliforníu. Samkvæmt Instagram-síðu Hafþórs flaug hann til Los Angeles fyrir helgi í boði Arnolds sem setti sýninguna á fót til að safna fé fyrir slökkviliðsmenn sem háð hafa hetjulega baráttu við gríðarlega skógarelda í ríkinu síðustu vikur. Kraftakeppnin fór fram á hinni þekktu Santa Monica Pier. Hafþór Júlíus greindi frá ferðalagi sínu á Instagram fyrir helgi og fékk þá kæra kveðju frá Schwarzenegger sjálfum sem kvaðst hlakka til að sjá hann. Eftir að hafa svitnað fyrir slökkviliðsmennina fengu Hafþór og eiginkona hans heimboð frá Arnold sjálfum ef marka má Instagram-síðu vöðvatröllsins. Þar situr Hafþór fyrir á mynd með Arnold og leikaranum íturvaxna Joe Manganiello og þakkar átrúnaðargoðinu fyrir góða veislu, kvöldmat og UFC-áhorf. „Frábært kvöld með vinum í gær,“ skrifar Hafþór við Instagram-færslu sína á sunnudag. „Þakka þér Schwarzenegger fyrir að bjóða mér og eiginkonu minni á þitt fallega heimili.“ Færsluna merkir Hafþór svo með myllumerkjunum #Dinner og #UFC. Hafþór verður sem fyrr í hlutverki Fjallsins í lokaseríu Game of Thrones sem væntanleg er og beðið er með mikilli eftirvæntingu. Hann upplýsti það í samtali við Mashable á dögunum að hann hefði í fyrsta sinn þurft að fá áhættuleikara fyrir sig. Ljóst er að það hleypur enginn svo glatt í skarðið fyrir hinn risavaxna Hafþór. „Hann er stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ er haft eftir Hafþóri. Mikil leynd hvílir yfir öllum tökum þáttaraðarinnar en breska blaðið Metro segir að sum atriðin sem staðgengillinn leysti Hafþór af í hafi hreinlega verið svo krefjandi að hann hafi ekki mátt leika þau. Hingað til hefur Hafþór leikið öll sín eigin bardagaatriði, svo vænta má að tekið verði á því núna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira