Handbolti

Leonharð úr Haukum í FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásgeir og Leon handsala samninginn.
Ásgeir og Leon handsala samninginn. mynd/fh
FH hefur fengið liðsstyrk í Olís-deild karla en hinn örvhenti Leonharð Þorgeir Harðarson er genginn í raðir félagsins.

h

Leonharð Þorgeir kemur frá nágrönnunum í Haukum en á tímabilinu hefur hann spilað á láni með Gróttu sem er á botninum í Olís-deildinni.

„Það er virkilega ánægjulegt að fá Leon til okkar, öflugur leikmaður sem getur leikið bæði í horni og skyttu,“ sagði Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH.

„Leon er líka toppdrengur sem smellpassar inní FH umhverfið. Við væntum mikils af honum,” bætti Ásgeir við.

Leonharð hefur verið í yngri landsliðum Íslands en hann getur leikið sinn fyrsta leik gegn fyrrum samherjum sínum í Gróttu á sunnudaginn er FH spilar sinn fyrsta leik eftir HM-fríið.

FH er í fjórða sæti deildarinnar með átján stig, tveimur stigum frá toppliði Vals en Haukar og Selfoss eru í öðru og þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×