Í dag kemur í ljós hvaða lið munu mætast í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla og kvenna en dregið verður í Smárabíó í hádeginum.
Í pottinum hjá körlunum verða Valur, Þróttur, ÍBV, FH, Selfoss, Afturelding, ÍR og Fjölnir. Þetta eru sex lið úr Olís deildinni og tvö lið úr Grill 66 deildinni (Þróttur og Fjölnir).
Í pottinum hjá konunum verða Fram, ÍBV, KA/Þór, Stjarnan, Selfoss, Valur, FH og Haukar. Þetta eru sjö lið úr Olís deildinni og eitt lið úr Grill 66 deildinni (FH).
Átta liða úrslitin fara í kringum 18. febrúar hjá bæði körlum og konum en nánari tímasetning kemur í ljós síðar.
Liðin sem vinna leiki sína í átta liða úrslitunum tryggja sér farseðilinn í Laugardalshöllina þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram frá 7. til 9. mars næstkomandi.
