Söngur er sælugjafi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 08:44 Gunnar Guðbjörnsson segist lengi hafa gengið með þá hugmynd að gaman væri að fá óperusöngvara í spjall. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gunnar Guðbjörnsson hefur umsjón með viðtalstónleikum við óperusöngvara í Salnum. Fyrstu tónleikarnir verða í dag með Elmari Gilbertssyni. Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari heldur tónleikaröð í samstarfi við Salinn. Um er að ræða viðtalstónleika við óperusöngvara undir heitinu Da Capo (Frá byrjun). „Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að gaman væri að fá óperusöngvara í spjall, svona í líkingu við það sem Jón Ólafsson hefur gert í Af fingrum fram. Önnur fyrirmynd eru þýskir sjónvarpsþættir sem hétu Da Capo og ég fékk heitið lánað þaðan,“ segir Gunnar.Leikhús með tónlist Þegar hefur verið skipulögð dagskrá með sex óperusöngvurum, þeim Elmari Gilbertssyni, Kristni Sig munds syni, Dísellu Lárusdóttur, Bergþóri Pálssyni, Diddú og Þóru Einarsdóttur. „Allt eru þetta söngvarar sem hafa átt f lottan feril og túlkað ólík hlutverk,“ segir Gunnar. Hann segist vonast til að einhver sjónvarpsstöðvanna vilji taka tónleikaröðina upp. „Hugsunin með þessari röð er að brjóta upp tónleikaformið á skemmtilegan hátt,“ segir hann. „Viðkomandi söngvari syngur nokkur lög eða aríur en svo er dagskráin brotin upp með spjalli mínu við hann og sýndar eru gamlar myndbandsupptökur eða hljóðupptökur. Þannig verður þetta eins konar sýning, ekki bara tónleikar, og við erum svo lánsöm að Íslenska óperan hefur lofað aðstoð sinni og lánar okkur efni sem til er.Elmar Gilbertsson verður fyrsti gestur Gunnars í Salnum.Fréttablaðið/StefánÓperan er yfirleitt sett í hátíðlegan ramma en í sumum löndum, eins og til dæmis Þýskalandi, hafa menn verið duglegir við að brjótast út úr hefðarforminu. Mér finnst að við ættum að gera það sömuleiðis hér á Íslandi. Þessi tónleikaröð er tilraun til þess. Óperulistin er leikhús með tónlist og reyndar einnig myndlist. Þarna set ég kastljósið á söngvara sem hafa mótandi áhrif á hverja einustu uppfærslu sem þeir taka þátt í.“Fáum ekki að kenna nóg Fyrstu tónleikarnir verða í dag, 9. febrúar klukkan 16, með Elmari Gilbertssyni. Næstu tónleikar verða 24. febrúar með Kristni Sigmundssyni. Dísella Lárusdóttur verður í Salnum 2. mars og Bergþór Pálsson þann 30. mars, Diddú 28. apríl og síðan kemur að Þóru Einarsdóttur þann 18. maí. Gunnar, sem kennir við og er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, segir Íslendinga hafa gríðarlegan áhuga á söng. „Söngáhugi hér er meiri en víðast hvar annars staðar. Í Reykjavík eru tveir fjölmennir söngskólar, Söngskóli Sigurðar Demetz og Söngskólinn í Reykjavík. Hér í þessum skóla náum við ekki að anna eftirspurn, það má segja að vandi okkar sé að við fáum ekki að kenna nóg. Það er líka ótrúlegur fjöldi Íslendinga sem syngur í kórum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson hefur umsjón með viðtalstónleikum við óperusöngvara í Salnum. Fyrstu tónleikarnir verða í dag með Elmari Gilbertssyni. Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari heldur tónleikaröð í samstarfi við Salinn. Um er að ræða viðtalstónleika við óperusöngvara undir heitinu Da Capo (Frá byrjun). „Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að gaman væri að fá óperusöngvara í spjall, svona í líkingu við það sem Jón Ólafsson hefur gert í Af fingrum fram. Önnur fyrirmynd eru þýskir sjónvarpsþættir sem hétu Da Capo og ég fékk heitið lánað þaðan,“ segir Gunnar.Leikhús með tónlist Þegar hefur verið skipulögð dagskrá með sex óperusöngvurum, þeim Elmari Gilbertssyni, Kristni Sig munds syni, Dísellu Lárusdóttur, Bergþóri Pálssyni, Diddú og Þóru Einarsdóttur. „Allt eru þetta söngvarar sem hafa átt f lottan feril og túlkað ólík hlutverk,“ segir Gunnar. Hann segist vonast til að einhver sjónvarpsstöðvanna vilji taka tónleikaröðina upp. „Hugsunin með þessari röð er að brjóta upp tónleikaformið á skemmtilegan hátt,“ segir hann. „Viðkomandi söngvari syngur nokkur lög eða aríur en svo er dagskráin brotin upp með spjalli mínu við hann og sýndar eru gamlar myndbandsupptökur eða hljóðupptökur. Þannig verður þetta eins konar sýning, ekki bara tónleikar, og við erum svo lánsöm að Íslenska óperan hefur lofað aðstoð sinni og lánar okkur efni sem til er.Elmar Gilbertsson verður fyrsti gestur Gunnars í Salnum.Fréttablaðið/StefánÓperan er yfirleitt sett í hátíðlegan ramma en í sumum löndum, eins og til dæmis Þýskalandi, hafa menn verið duglegir við að brjótast út úr hefðarforminu. Mér finnst að við ættum að gera það sömuleiðis hér á Íslandi. Þessi tónleikaröð er tilraun til þess. Óperulistin er leikhús með tónlist og reyndar einnig myndlist. Þarna set ég kastljósið á söngvara sem hafa mótandi áhrif á hverja einustu uppfærslu sem þeir taka þátt í.“Fáum ekki að kenna nóg Fyrstu tónleikarnir verða í dag, 9. febrúar klukkan 16, með Elmari Gilbertssyni. Næstu tónleikar verða 24. febrúar með Kristni Sigmundssyni. Dísella Lárusdóttur verður í Salnum 2. mars og Bergþór Pálsson þann 30. mars, Diddú 28. apríl og síðan kemur að Þóru Einarsdóttur þann 18. maí. Gunnar, sem kennir við og er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, segir Íslendinga hafa gríðarlegan áhuga á söng. „Söngáhugi hér er meiri en víðast hvar annars staðar. Í Reykjavík eru tveir fjölmennir söngskólar, Söngskóli Sigurðar Demetz og Söngskólinn í Reykjavík. Hér í þessum skóla náum við ekki að anna eftirspurn, það má segja að vandi okkar sé að við fáum ekki að kenna nóg. Það er líka ótrúlegur fjöldi Íslendinga sem syngur í kórum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira