Brúðargjafirnar tvöfölduðust Elín Albertsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 16:00 Eins og sjá má á þessari mynd er Rúnar með allt höfuðið húðflúrað. Hann segir að það hafi verið hrikalega ont að fá tattúið þar. Annars hefur Rúnar orðið fyrir miklum fordómum vegna húðflúrsins. Þessi mynd var tekin á brúðkaupsdaginn í ágúst 2018. Eyrún Telma Jónsdóttir og Rúnar Geirmundsson kraftlyftingamaður gengu í hjónaband í ágúst í fyrra. Þau óskuðu eftir sérstökum brúðargjöfum sem áttu að hafa ákveðinn tilgang. Þeim tilgangi hafa þau náð í tvöföldum skilningi. Rúnar starfar hjá Thor’s Power Gym í Kópavogi sem er í eigu Hafþórs Júlíusar Björnssonar eða „Fjallsins“ eins og hann er oft kallaður. Rúnar er ekkert venjulegur kraftlyftingamaður því hann er margfaldur meistari, hefur unnið jafnt Íslandsmót, Evrópumót sem heimsmeistaramót. Rúnar hefur tekið þátt í keppnum um allan heim og hefur náð gríðarlega góðum árangri. Hann hefur stundað kraftlyftingar nær daglega í ellefu ár og varð heimsmeistari í Las Vegas á síðasta ári. Rúnar hafði verið að sýna nokkrum frægum útlendum kraftlyftingamönnum stöðina þegar hann gaf sér tíma til að ræða við okkur ásamt eiginkonu sinni, Eyrúnu. Hún hefur stundað kraftlyftingar líka en hefur lagt þær á hilluna í bili. Dóri DNA gaf þau saman Eyrún Telma og Rúnar gengu í hjónaband í fyrra. Það var Dóri DNA sem gaf þau saman þannig að ekki var um hefðbundið kirkjubrúðkaup að ræða. „Íslendingar hafa það mjög gott og hafa allt til alls. Þegar við hugsuðum um þetta fyrir brúðkaupið og hvað okkur langaði helst í í brúðargjöf var svarið einfalt, efst á listanum hjá okkur var barn. Við vorum búin að reyna í fjögur ár án árangurs. Glasafrjóvgun er dýr meðferð og þess vegna báðum við gestina að gefa okkur pening sem við gætum notað í hana. Það kostar næstum sex hundruð þúsund að fara í glasafrjóvgun á Íslandi,“ segir Rúnar og bætir við að það sé ekki á allra færi að útvega þá upphæð. „Nýlega var lögum breytt sem gerir fólki algjörlega ómögulegt að fara í þessa meðferð því hún er ekkert niðurgreidd lengur. Okkur finnst ömurlegt að sumir fái borgaða læknisþjónustu en aðrir ekki. Á öðrum Norðurlöndunum er þessi meðferð niðurgreidd enda vilja öll þjóðfélög hafa fólksfjölgun,“ segir Rúnar. „Við finnum fyrir reiði og sorg hjá mörgu fólki sem hafði ætlað sér í þessa meðferð en getur það ekki núna,“ segja þau. „Stærsta óskin okkar var að stofna fjölskyldu og þess vegna ákváðum við að biðja fólk frekar um peninga en hluti. Draumur okkar rættist með hjálp gestanna og nú eigum við von á tveimur drengjum í maí. Brúðargjöfin virkaði því tvöfalt,“ segir Rúnar og Eyrún bætir við að þetta hafi verið svona tveir fyrir einn gjöf. Sem von er eru þau ákaflega hamingjusöm og hlakka mikið til að fá drengina í heiminn. „Það kom skemmtilega á óvart að þetta væru tvíburar,“ segir hún. „Það eru spennandi tímar fram undan og það verður nóg að gera. Þetta verður góð breyting á lífi okkar.“ Þau hjón er skreytt með miklu húðflúri. Rúnar fékk sitt fyrsta þegar hann var átján ára og síðan hefur hann ekki stoppað. Í jarðskjálfta á Balí Rúnar og Eyrún Telma hafa verið saman í fimm ár. „Ég lagðist á hnén og bað hennar fyrir tveimur árum. Hún hefur alltaf stutt mig í því sem ég er að gera, bæði kraftlyftingum og tónlistinni, jafnvel þótt þetta tvennt taki mikinn tíma. Maður lætur slíka konu ekki sleppa frá sér,“ segir Rúnar glettinn en hann hefur sungið með hljómsveitinni Endless Dark sem flytur þungarokk. „Brúðkaupið var í okkar anda, engin kirkja, enginn prestur heldur bara góður matur og skemmtilegt partí. Gestir voru um 150 en við þurftum að skera þá niður um helming. Við vorum komin með yfir þrjú hundruð manns á gestalistann þegar við sáum að við yrðum að skera niður,“ segja þau. „Við eigum marga góða að og stórar fjölskyldur. Brúðkaupsveislan tókst einstaklega vel en síðan héldum við til Katar og þaðan til Balí þar sem við áttum yndislega daga fyrir utan jarðskjálftann sem við lentum í. Það kom risaskjálfti upp á rúm 7 stig og það var skelfileg upplifun. Við ætluðum að eiga rólega daga og undirbúa okkur fyrir væntanlega meðferð. Jarðskjálftinn var sannarlega ekki hluti af því,“ segir Eyrún enda kom flóðviðvörun í framhaldi skjálftans. „Þetta var í fyrsta skipti sem maður óttaðist um líf sitt,“ segir kraftlyftingamaðurinn sem kallar nú ekki allt ömmu sína. „Um fimm hundruð manns létust í skjálftanum ekki langt frá þeim stað þar sem við vorum. Þetta var hræðileg upplifun,“ segja þau bæði. „Balí er paradís og það breytti okkur andlega að upplifa þennan stað. Það hefðu allir Íslendingar gott af því að kynnast lífinu þarna. Fólkið er nægjusamt og kvartar ekki.“ Húðflúr er list Þau hjón er skreytt með miklu húðflúri. Rúnar fékk sitt fyrsta þegar hann var átján ára og síðan hefur hann ekki stoppað. „Mamma leyfði mér ekki að fá húðflúr fyrr en ég var orðinn átján. Nú er allur líkaminn þakinn,“ segir hann. „Ég byrjaði á því að þekja annan handlegginn hjá Bleksmiðjunni. Síðan rak ég þá stofu í nokkur ár og þá voru hæg heimatökin.“ Hjónin eiga von á tvíburadrengjum. Þegar Rúnar er spurður hvort ekki hafi verið sárt að húðflúra höfuðið, svarar hann: „Það var eitt af því versta sem ég hef upplifað,“ og viðurkennir að útlit hans sé oft misskilið meðal fólks. „Ég hef aldrei á ævinni prófað vímuefni, áfengi eða tóbak en fólk heldur oft að ég sé einhver krimmi og er skíthrætt við mig. Ég þarf því að upplifa mikla fordóma,“ segir hann. „Það eru margir hræðilegir hlutir sem fólk hefur sagt við mig,“ bætir hann við. „Einn sagði til dæmis að ég ætti allt illt skilið fyrir að eyðileggja sköpunarverk Guðs og ætti skilið að fá húðkrabba og drepast.“ Eyrún Telma sem er stuðningsfulltrúi fékk líka sitt fyrsta tattú þegar hún var átján ára. Þau þekktust ekki þá. „Þegar Rúnar var með Bleksmiðjuna var auðvelt aðgengi að fá sér meira en ég er í hléi núna á meðgöngunni þótt mig langi í meira. Ég á svoldið langt í Rúnar en er talsvert þakin líka,“ segir hún. „Húðflúrið er list, rétt eins og sumir kaupa málverk,“ segir Rúnar. „Mér finnst þetta ákaflega falleg list.“ Litlir heimsborgarar Rúnar er alinn upp í Grundarfirði. „Ég hefði ekki viljað alast upp annars staðar. Það var mjög gott að vera í litlu sveitarfélagi. Maður prófaði allt mögulegt, ég vann í fiski, fór á sjó og vann við smíðar.“ Eyrún er alin upp í borginni. Núna hlakka þau mikið til að verða foreldrar. Þau eru byrjuð að undirbúa komu drengjanna enda er það dýrt að eignast tvö í einu. „Það er spenna og tilhlökkun í fjölskyldunni,“ segja þau. Frjósemi Húðflúr Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Eyrún Telma Jónsdóttir og Rúnar Geirmundsson kraftlyftingamaður gengu í hjónaband í ágúst í fyrra. Þau óskuðu eftir sérstökum brúðargjöfum sem áttu að hafa ákveðinn tilgang. Þeim tilgangi hafa þau náð í tvöföldum skilningi. Rúnar starfar hjá Thor’s Power Gym í Kópavogi sem er í eigu Hafþórs Júlíusar Björnssonar eða „Fjallsins“ eins og hann er oft kallaður. Rúnar er ekkert venjulegur kraftlyftingamaður því hann er margfaldur meistari, hefur unnið jafnt Íslandsmót, Evrópumót sem heimsmeistaramót. Rúnar hefur tekið þátt í keppnum um allan heim og hefur náð gríðarlega góðum árangri. Hann hefur stundað kraftlyftingar nær daglega í ellefu ár og varð heimsmeistari í Las Vegas á síðasta ári. Rúnar hafði verið að sýna nokkrum frægum útlendum kraftlyftingamönnum stöðina þegar hann gaf sér tíma til að ræða við okkur ásamt eiginkonu sinni, Eyrúnu. Hún hefur stundað kraftlyftingar líka en hefur lagt þær á hilluna í bili. Dóri DNA gaf þau saman Eyrún Telma og Rúnar gengu í hjónaband í fyrra. Það var Dóri DNA sem gaf þau saman þannig að ekki var um hefðbundið kirkjubrúðkaup að ræða. „Íslendingar hafa það mjög gott og hafa allt til alls. Þegar við hugsuðum um þetta fyrir brúðkaupið og hvað okkur langaði helst í í brúðargjöf var svarið einfalt, efst á listanum hjá okkur var barn. Við vorum búin að reyna í fjögur ár án árangurs. Glasafrjóvgun er dýr meðferð og þess vegna báðum við gestina að gefa okkur pening sem við gætum notað í hana. Það kostar næstum sex hundruð þúsund að fara í glasafrjóvgun á Íslandi,“ segir Rúnar og bætir við að það sé ekki á allra færi að útvega þá upphæð. „Nýlega var lögum breytt sem gerir fólki algjörlega ómögulegt að fara í þessa meðferð því hún er ekkert niðurgreidd lengur. Okkur finnst ömurlegt að sumir fái borgaða læknisþjónustu en aðrir ekki. Á öðrum Norðurlöndunum er þessi meðferð niðurgreidd enda vilja öll þjóðfélög hafa fólksfjölgun,“ segir Rúnar. „Við finnum fyrir reiði og sorg hjá mörgu fólki sem hafði ætlað sér í þessa meðferð en getur það ekki núna,“ segja þau. „Stærsta óskin okkar var að stofna fjölskyldu og þess vegna ákváðum við að biðja fólk frekar um peninga en hluti. Draumur okkar rættist með hjálp gestanna og nú eigum við von á tveimur drengjum í maí. Brúðargjöfin virkaði því tvöfalt,“ segir Rúnar og Eyrún bætir við að þetta hafi verið svona tveir fyrir einn gjöf. Sem von er eru þau ákaflega hamingjusöm og hlakka mikið til að fá drengina í heiminn. „Það kom skemmtilega á óvart að þetta væru tvíburar,“ segir hún. „Það eru spennandi tímar fram undan og það verður nóg að gera. Þetta verður góð breyting á lífi okkar.“ Þau hjón er skreytt með miklu húðflúri. Rúnar fékk sitt fyrsta þegar hann var átján ára og síðan hefur hann ekki stoppað. Í jarðskjálfta á Balí Rúnar og Eyrún Telma hafa verið saman í fimm ár. „Ég lagðist á hnén og bað hennar fyrir tveimur árum. Hún hefur alltaf stutt mig í því sem ég er að gera, bæði kraftlyftingum og tónlistinni, jafnvel þótt þetta tvennt taki mikinn tíma. Maður lætur slíka konu ekki sleppa frá sér,“ segir Rúnar glettinn en hann hefur sungið með hljómsveitinni Endless Dark sem flytur þungarokk. „Brúðkaupið var í okkar anda, engin kirkja, enginn prestur heldur bara góður matur og skemmtilegt partí. Gestir voru um 150 en við þurftum að skera þá niður um helming. Við vorum komin með yfir þrjú hundruð manns á gestalistann þegar við sáum að við yrðum að skera niður,“ segja þau. „Við eigum marga góða að og stórar fjölskyldur. Brúðkaupsveislan tókst einstaklega vel en síðan héldum við til Katar og þaðan til Balí þar sem við áttum yndislega daga fyrir utan jarðskjálftann sem við lentum í. Það kom risaskjálfti upp á rúm 7 stig og það var skelfileg upplifun. Við ætluðum að eiga rólega daga og undirbúa okkur fyrir væntanlega meðferð. Jarðskjálftinn var sannarlega ekki hluti af því,“ segir Eyrún enda kom flóðviðvörun í framhaldi skjálftans. „Þetta var í fyrsta skipti sem maður óttaðist um líf sitt,“ segir kraftlyftingamaðurinn sem kallar nú ekki allt ömmu sína. „Um fimm hundruð manns létust í skjálftanum ekki langt frá þeim stað þar sem við vorum. Þetta var hræðileg upplifun,“ segja þau bæði. „Balí er paradís og það breytti okkur andlega að upplifa þennan stað. Það hefðu allir Íslendingar gott af því að kynnast lífinu þarna. Fólkið er nægjusamt og kvartar ekki.“ Húðflúr er list Þau hjón er skreytt með miklu húðflúri. Rúnar fékk sitt fyrsta þegar hann var átján ára og síðan hefur hann ekki stoppað. „Mamma leyfði mér ekki að fá húðflúr fyrr en ég var orðinn átján. Nú er allur líkaminn þakinn,“ segir hann. „Ég byrjaði á því að þekja annan handlegginn hjá Bleksmiðjunni. Síðan rak ég þá stofu í nokkur ár og þá voru hæg heimatökin.“ Hjónin eiga von á tvíburadrengjum. Þegar Rúnar er spurður hvort ekki hafi verið sárt að húðflúra höfuðið, svarar hann: „Það var eitt af því versta sem ég hef upplifað,“ og viðurkennir að útlit hans sé oft misskilið meðal fólks. „Ég hef aldrei á ævinni prófað vímuefni, áfengi eða tóbak en fólk heldur oft að ég sé einhver krimmi og er skíthrætt við mig. Ég þarf því að upplifa mikla fordóma,“ segir hann. „Það eru margir hræðilegir hlutir sem fólk hefur sagt við mig,“ bætir hann við. „Einn sagði til dæmis að ég ætti allt illt skilið fyrir að eyðileggja sköpunarverk Guðs og ætti skilið að fá húðkrabba og drepast.“ Eyrún Telma sem er stuðningsfulltrúi fékk líka sitt fyrsta tattú þegar hún var átján ára. Þau þekktust ekki þá. „Þegar Rúnar var með Bleksmiðjuna var auðvelt aðgengi að fá sér meira en ég er í hléi núna á meðgöngunni þótt mig langi í meira. Ég á svoldið langt í Rúnar en er talsvert þakin líka,“ segir hún. „Húðflúrið er list, rétt eins og sumir kaupa málverk,“ segir Rúnar. „Mér finnst þetta ákaflega falleg list.“ Litlir heimsborgarar Rúnar er alinn upp í Grundarfirði. „Ég hefði ekki viljað alast upp annars staðar. Það var mjög gott að vera í litlu sveitarfélagi. Maður prófaði allt mögulegt, ég vann í fiski, fór á sjó og vann við smíðar.“ Eyrún er alin upp í borginni. Núna hlakka þau mikið til að verða foreldrar. Þau eru byrjuð að undirbúa komu drengjanna enda er það dýrt að eignast tvö í einu. „Það er spenna og tilhlökkun í fjölskyldunni,“ segja þau.
Frjósemi Húðflúr Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira