Vogunarsjóðir sagðir geta andað léttar eftir starfslok Buchheit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 09:32 Lee Buchheit Lee Buchheit, lögmaðurinn sem íslensk stjórnvöld kölluðu til liðs við sig í samningaviðræðum vegna IceSave-deilunnar hefur tilkynnt að hann hyggist hætta störfum frá og með næsta mánuði. Þar með lýkur glæstum ferli hins 68 ára gamla Bandaríkjamanns.Fjallað er um tímamótin á vef Financial Times þar sem segir að forstjórar margra vogunarsjóða geti nú andað léttar, enda hafi Buchheit gert það að sérgrein sinni að berjast við slíka sjóði fyrir hönd ýmissa ríkja sem lent hafi í skuldavandræðum. Buchheit starfar fyrir lögfræðistofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton og segir í frétt Financial Times að hann hafi leikið lykilhlutverk í að greiða úr nær öllum skuldakrísum fullvalda ríkja undanfarna áratugi. Bucheit er Íslendingum góðkunnugur enda var hann skipaður formaður íslensku IceSave-samninganefndarinnar árið 2010, sem skilaði samningi við Breta og Hollendinga sem gjarnan er kallaður Icesave III, og þótti hagstæðari en fyrri samningar. Samningurinn var samþykktur af Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið fór að lokum fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland var sýknað af kröfu Breta og Hollendinga. Var Buchheit valinn Maður ársins árið 2010 af Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál fyrir vinnu hans við samninginn. Þá fengu íslensk stjórnvöld Bucheit einnig til liðs við sig til að vinna að losun fjármagnshafta árið 2014. Cleary Gottlieb, lögmannsstofan þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buchheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Ég mun hætta störfum fyrir lögfræðistofuna en ég mun ekki hætta að lifa lífinu,“ skrifaði Buchheit í tölvupósti til viðskiptavina sinna. Tímamót Tengdar fréttir Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. 21. desember 2016 20:26 Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar. 28. október 2016 19:15 Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lee Buchheit, lögmaðurinn sem íslensk stjórnvöld kölluðu til liðs við sig í samningaviðræðum vegna IceSave-deilunnar hefur tilkynnt að hann hyggist hætta störfum frá og með næsta mánuði. Þar með lýkur glæstum ferli hins 68 ára gamla Bandaríkjamanns.Fjallað er um tímamótin á vef Financial Times þar sem segir að forstjórar margra vogunarsjóða geti nú andað léttar, enda hafi Buchheit gert það að sérgrein sinni að berjast við slíka sjóði fyrir hönd ýmissa ríkja sem lent hafi í skuldavandræðum. Buchheit starfar fyrir lögfræðistofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton og segir í frétt Financial Times að hann hafi leikið lykilhlutverk í að greiða úr nær öllum skuldakrísum fullvalda ríkja undanfarna áratugi. Bucheit er Íslendingum góðkunnugur enda var hann skipaður formaður íslensku IceSave-samninganefndarinnar árið 2010, sem skilaði samningi við Breta og Hollendinga sem gjarnan er kallaður Icesave III, og þótti hagstæðari en fyrri samningar. Samningurinn var samþykktur af Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið fór að lokum fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland var sýknað af kröfu Breta og Hollendinga. Var Buchheit valinn Maður ársins árið 2010 af Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál fyrir vinnu hans við samninginn. Þá fengu íslensk stjórnvöld Bucheit einnig til liðs við sig til að vinna að losun fjármagnshafta árið 2014. Cleary Gottlieb, lögmannsstofan þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buchheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Ég mun hætta störfum fyrir lögfræðistofuna en ég mun ekki hætta að lifa lífinu,“ skrifaði Buchheit í tölvupósti til viðskiptavina sinna.
Tímamót Tengdar fréttir Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. 21. desember 2016 20:26 Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar. 28. október 2016 19:15 Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. 21. desember 2016 20:26
Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar. 28. október 2016 19:15
Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51