Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Hörður Ægisson skrifar 6. febrúar 2019 06:30 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels en stjórnendur vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafngildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjárfestarnir á þeim lista eru bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrirtækja í Norður- og Norðvestur-Evrópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutilboð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vogunarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignarhlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafngildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjárfestarnir á þeim lista eru bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrirtækja í Norður- og Norðvestur-Evrópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutilboð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vogunarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignarhlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira