Fiskistofnar ná sér á strik í Úganda Heimsljós kynnir 4. febrúar 2019 16:30 Fiskimenn við Viktoríuvatn Wikimedia Commons Aukinn afli vegna batnandi ástands fiskistofna í stöðuvötnum Úganda hefur haft í för með sér að fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar þar en mörg undanfarin ár. Þróunin er rakin til aðgerða stjórnvalda gegn veiðum með ólöglegum veiðarfærum. 21 fiskverkunarstöð var starfrækt í Úganda árið 2005. Aflasamdráttur varð hins vegar til þess að þeim var lokað einni af annarri. Árið 2017 voru aðeins sjö eftir og þær störfuðu ekki einu sinni á fullum afköstum. Stjórnvöld í landinu gripu í taumana, bönnuðu innflutning á ólöglegum veiðarfærategundum og hertu eftirlit með veiðum. Herinn sér meðal annars um að framfylgja reglum um möskvastærðir til að sporna við veiðum á undirmálsfiski. Aðgerðirnar virðast hafa skilað árangri því afli hefur aukist á ný. Aukið framboð þýðir að fleiri fiskverkunarstöðvar eru í rekstri. Að því er fram kemur í dagblaðinu New Vision eru þrettán fiskverkunarstöðvar nú starfræktar í landinu og vinna þær allar á fullum afköstum. Íslendingar byggðu upp úr aldamótum upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda en það gerði þeim kleift að gefa út gæðavottorð sem höfðu til dæmis gildi á Evrópumarkaði. Einnig voru um tuttugu löndunarstaðir byggðir upp við Albertsvatn, Kyogavatn og við Viktoríuvatn í Kalangala, sem uppfylla skilyrði um móttöku á fiski inn á kröfuharða erlenda markaði. Miðað við uppganginn í veiðunum nú má leiða líkur að því að útflutningur á fiski á Evrópumarkað aukist á ný og þá er ljóst að uppbyggingin sem Íslendingar stóðu að á sínum tíma, í samvinnu við heimamenn nýtist vel. Bættar hreinlætisaðstæður og hreint vatn í fiskiþorpum í Buikwe og Kalangala hafa einnig sitt að segja í þeim efnum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
Aukinn afli vegna batnandi ástands fiskistofna í stöðuvötnum Úganda hefur haft í för með sér að fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar þar en mörg undanfarin ár. Þróunin er rakin til aðgerða stjórnvalda gegn veiðum með ólöglegum veiðarfærum. 21 fiskverkunarstöð var starfrækt í Úganda árið 2005. Aflasamdráttur varð hins vegar til þess að þeim var lokað einni af annarri. Árið 2017 voru aðeins sjö eftir og þær störfuðu ekki einu sinni á fullum afköstum. Stjórnvöld í landinu gripu í taumana, bönnuðu innflutning á ólöglegum veiðarfærategundum og hertu eftirlit með veiðum. Herinn sér meðal annars um að framfylgja reglum um möskvastærðir til að sporna við veiðum á undirmálsfiski. Aðgerðirnar virðast hafa skilað árangri því afli hefur aukist á ný. Aukið framboð þýðir að fleiri fiskverkunarstöðvar eru í rekstri. Að því er fram kemur í dagblaðinu New Vision eru þrettán fiskverkunarstöðvar nú starfræktar í landinu og vinna þær allar á fullum afköstum. Íslendingar byggðu upp úr aldamótum upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda en það gerði þeim kleift að gefa út gæðavottorð sem höfðu til dæmis gildi á Evrópumarkaði. Einnig voru um tuttugu löndunarstaðir byggðir upp við Albertsvatn, Kyogavatn og við Viktoríuvatn í Kalangala, sem uppfylla skilyrði um móttöku á fiski inn á kröfuharða erlenda markaði. Miðað við uppganginn í veiðunum nú má leiða líkur að því að útflutningur á fiski á Evrópumarkað aukist á ný og þá er ljóst að uppbyggingin sem Íslendingar stóðu að á sínum tíma, í samvinnu við heimamenn nýtist vel. Bættar hreinlætisaðstæður og hreint vatn í fiskiþorpum í Buikwe og Kalangala hafa einnig sitt að segja í þeim efnum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent