Í færslu á Instagram-síðu sinni segist Jón Daði vera stoltur faðir og unnusti og að María Ósk hafi staðið sig eins og hetja í fæðingunni.
Jón Daði og María Ósk eru búsett í Reading í Englandi en Jón Daði hefur spilað með Reading frá árinu 2017. Þau hafa verið saman í þónokkur ár og trúlofuðu sig árið 2017.