Klopp mætir Bayern enn og aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2019 10:30 Klopp á bekknum á heimavelli Bayern. vísir/getty Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira