Hin myrka hlið ástarinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 08:00 Fyrsta skáldsaga Þóru fjallar um ástina á tímum klámvæðingar. Fréttablaðið/Eyþór Kvika er fyrsta skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur. „Hún fjallar um ástina á tímum klámvæðingar og aðalpersónan Lilja verður ástfangin af strák og leyfir honum að ganga yfir öll mörk. Í þessari bók er ég að skoða hvað gerist þegar einstaklingur fellir niður varnarveggina og segir skilið við prinsippin,“ segir Þóra. „Ástin er mér mjög hugleikin. Aðalumræðuefnið hjá mér og vinkonum mínum er ástin, leitin að henni og hvernig eigi að viðhalda henni. Ástin er risastór ráðgáta sem ég næ ekki alveg utan um. Það er ekkert betra en að vera elskuð og að elska, en svo kemur það fyrir að við flækjumst í það að beina ástinni ekki í besta farveg. Þá verður stundum óljóst hvar ástinni sleppir og hvar þráhyggja og geðveiki taka við. Í Kviku langaði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástarinnar. Ég held að Lilja sé persóna sem mjög margar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kemur sér í aðstæður sem verða stöðugt verri og sekkur æ dýpra.“Ekki með fullkomnunaráráttu Þóra er ein af Svikaskáldum en auk hennar eru í hópnum Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út tvær ljóðabækur. Spurð hvort samstarfskonur hennar í Svikaskáldum hafi lesið yfir handrit þessarar fyrstu skáldsögu hennar segir Þóra: „Þær eru vinkonur mínar og við erum skáldagengi og lesum mikið yfir hver hjá annarri. Þær lásu yfir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hugmyndir fá oft vængi ef maður talar um þær við aðra. Það er einmanalegt að skrifa bók, maður er einn heima að puða og það er mjög þakklátt að hafa uppbrot á því í samvinnu í þessum hópi. Við höfum gefið út tvær ljóðabækur og þá voru mjög strangar reglur í ritferlinu. Við höfum verið að að æfa okkur í því að vera ekki með fullkomnunaráráttu og hanga yfir texta of lengi í sjálfsgagnrýnis-kyrrstöðu. Svikaskáld voru eiginlega stofnuð til að þvo hendur okkar af þeirri vitleysu.“ Spurð hvort lýrík sé áberandi í skáldsögunni segir hún: „Já, og þegar líður á verkið verða kaflarnir æ styttri. Ég vildi láta textann leysast upp með Lilju, aðalpersónu sögunnar.“ Súrrealísk tilfinning Að lokum er Þóra spurð hvernig tilfinning fylgi því að gefa út fyrstu skáldsögu sína og svarar: „Hún er frábær, svolítið súrrealísk. Ég er búin að fá gríðarlega mikið af skilaboðum frá vinum, kunningjum og fólki sem er búið að lesa. Bókin er auðlesin og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegnum hana á einni kvöldstund en svo held ég að hún mari í undirmeðvitund margra í einhvern tíma á eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Sjá meira
Kvika er fyrsta skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur. „Hún fjallar um ástina á tímum klámvæðingar og aðalpersónan Lilja verður ástfangin af strák og leyfir honum að ganga yfir öll mörk. Í þessari bók er ég að skoða hvað gerist þegar einstaklingur fellir niður varnarveggina og segir skilið við prinsippin,“ segir Þóra. „Ástin er mér mjög hugleikin. Aðalumræðuefnið hjá mér og vinkonum mínum er ástin, leitin að henni og hvernig eigi að viðhalda henni. Ástin er risastór ráðgáta sem ég næ ekki alveg utan um. Það er ekkert betra en að vera elskuð og að elska, en svo kemur það fyrir að við flækjumst í það að beina ástinni ekki í besta farveg. Þá verður stundum óljóst hvar ástinni sleppir og hvar þráhyggja og geðveiki taka við. Í Kviku langaði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástarinnar. Ég held að Lilja sé persóna sem mjög margar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kemur sér í aðstæður sem verða stöðugt verri og sekkur æ dýpra.“Ekki með fullkomnunaráráttu Þóra er ein af Svikaskáldum en auk hennar eru í hópnum Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út tvær ljóðabækur. Spurð hvort samstarfskonur hennar í Svikaskáldum hafi lesið yfir handrit þessarar fyrstu skáldsögu hennar segir Þóra: „Þær eru vinkonur mínar og við erum skáldagengi og lesum mikið yfir hver hjá annarri. Þær lásu yfir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hugmyndir fá oft vængi ef maður talar um þær við aðra. Það er einmanalegt að skrifa bók, maður er einn heima að puða og það er mjög þakklátt að hafa uppbrot á því í samvinnu í þessum hópi. Við höfum gefið út tvær ljóðabækur og þá voru mjög strangar reglur í ritferlinu. Við höfum verið að að æfa okkur í því að vera ekki með fullkomnunaráráttu og hanga yfir texta of lengi í sjálfsgagnrýnis-kyrrstöðu. Svikaskáld voru eiginlega stofnuð til að þvo hendur okkar af þeirri vitleysu.“ Spurð hvort lýrík sé áberandi í skáldsögunni segir hún: „Já, og þegar líður á verkið verða kaflarnir æ styttri. Ég vildi láta textann leysast upp með Lilju, aðalpersónu sögunnar.“ Súrrealísk tilfinning Að lokum er Þóra spurð hvernig tilfinning fylgi því að gefa út fyrstu skáldsögu sína og svarar: „Hún er frábær, svolítið súrrealísk. Ég er búin að fá gríðarlega mikið af skilaboðum frá vinum, kunningjum og fólki sem er búið að lesa. Bókin er auðlesin og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegnum hana á einni kvöldstund en svo held ég að hún mari í undirmeðvitund margra í einhvern tíma á eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Sjá meira