Friðrik hefur um árabil rekið Melabúðina í Vesturbænum ásamt bróður sínum Pétri Alan Guðmundssyni.
Friðrik greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni:
„Hjartans vinir, kunningjar og samstarfsfólk í gegnum árin, Nú þegar ég kveð Melabúðina, þín verslun sem starfsvettvang og leita á önnur mið vil ég þakka ykkur öllum góða viðkynningu, vináttu og samstarf í gegnum árin,“ skrifar Friðrik.
Ekki náðist í Friðrik við gerð fréttarinnar.