Wayne og Coleen, eiginkona hans, eru nú búsett í Washington DC í Bandaríkjunum þar sem sá fyrrnefndi leikur knattspyrnu. Á Coleen nýverið að hafa sett eiginmanni sínum afarkosti eftir að hann hrundi í það nýverið.
Annaðhvort taki hann drykkjuna í gegn eða hún fari á brott. Myndir náðust af hjónunum fyrir skemmstu en þá var Coleen ekki með giftingarhring sinn á hendi.
Coleen Rooney demands Wayne goes to rehabhttps://t.co/OKfxIkrpZZpic.twitter.com/DXbfbs3fMj
— The Sun Football (@TheSunFootball) February 13, 2019
Fjölskylduvinur, sem jafnframt er heimildarmaður Daily Mail, segir að þetta sé ekki fyrsta meðferð Wayne en sú fyrri hafi verið eftir tapið á Evrópumótinu.
Wayne Rooney kom enska liðinu í 1-0 á móti Íslandi með marki úr vítaspyrnu í upphafi leiks en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum fyrir hálfleik og héldu síðan út á móti enska liðinu allan seinni hálfleikinn.
Þetta mark á móti Íslandi var síðasta mark Rooney fyrir enska landsliðið en hann lék fimm landsleiki til viðbótar.