Manni fer nú ekkert fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 "Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn. Fréttablaðið/Ernir Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira