Eignirnar þrefalt meiri en viðmið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 09:00 Almennt iðgjald í sjóðinn verður lækkað. vísir/vilhelm Eignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem miðað er við í evrópskum reglum um innstæðutryggingar. Þetta kemur fram í nýlegri umsögn Sambands íslenskra sparisjóða um þau áform Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að lækka almenna hluta iðgjaldsins til sjóðsins. Verði nýleg Evróputilskipun um innstæðutryggingakerfi innleidd hér á landi mun stærð íslenska sjóðsins, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema ríflega fimmfaldri þeirri lágmarksstærð sem kveðið er á um í tilskipuninni. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir innstæðutryggingasjóði sáralítið notaða. Hugsanlegt sé að hætta greiðslu iðgjalda í íslenska sjóðinn þar sem hann sé orðinn nógu stór. Heildareignir innstæðudeildar sjóðsins námu 33,6 milljörðum króna í lok árs 2017 og voru iðgjöld aðildarfyrirtækja til hans um 3,4 milljarðar króna á árinu. Samband íslenskra sparisjóða telur í umsögn sinni full rök standa til þess að iðgjöld til íslenska tryggingasjóðsins verði lækkuð „mun meira“ en áformað er í frumvarpi fjármálaráðherra sem til stendur að leggja fram á þingi í vor. Svigrúm til minni vaxtamunar Í frumvarpinu er lagt til að almenni hluti iðgjaldsins til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hefur það hlutverk að veita innstæðueigendum í bönkum og sparisjóðum lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fjármálafyrirtækis, úr 0,225 prósentum af iðgjaldagrunni á ársgrundvelli í 0,16 prósent. Í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, er tekið fram að með lækkuninni muni svigrúm lánastofnana til þess að draga úr vaxtamun inn- og útlána aukast, neytendum og fyrirtækjum til hagsbóta. Í umsögn Sambands íslenskra sparisjóða er bent á að nær öll ríki á EES-svæðinu hafi sett sér markmið um að eignir tryggingarsjóðs hvers ríkis nemi að lágmarki um 0,8 prósentum af tryggðum innstæðum. Er það í samræmi við ákvæði áðurnefndrar Evróputilskipunar. Miðað við núverandi túlkun á tryggðum innstæðum nemi hins vegar sambærilegt hlutfall í tilfelli íslenska sjóðsins um 2,6 prósentum eða „meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem við er miðað samkvæmt Evrópureglum,“ að því er segir í umsögn sparisjóðanna. Sáralítið notaðir Yngvi Örn bendir á að samkvæmt tilskipuninni geti lágmarksstærðin farið niður í 0,5 prósent af tryggðum innstæðum sé mikil samþjöppun í fjármálakerfinu og um sé að ræða kerfislega mikilvæg fyrirtæki með mikla markaðshlutdeild. „Slík fyrirtæki verða ekki tekin til innstæðutryggingameðferðar heldur skilameðferðar,“ útskýrir Yngvi. Hann bendir meðal annars á að þegar íslensku bankanir fóru á hausinn haustið 2008 hafi ekkert verið borgað út úr tryggingasjóðnum vegna þeirra, heldur innlán færð til nýrra fyrirtækja og eignir á móti. „Fjölmargir sparisjóðir hafa jafnframt farið í þrot á undanförnum áratugum og í nánast öllum tilfellum er farin sú leið að innstæður eru færðar til starfandi fyrirtækja og eignir á móti. Það má því segja að innstæðutryggingarsjóðir séu í raun sáralítið notaðir,“ segir Yngvi Örn. Aðspurður segir hann Samtök fjármálafyrirtækja fagna fyrirhugaðri lækkun á almenna iðgjaldinu. Samtökin hafi lengi þrýst á um að iðgjöld til sjóðsins verði lækkuð. „Við vonumst til þess að frekari skref verði tekin í þessa átt í kjölfarið og að Evróputilskipun um innstæðutryggingarkerfi verði innleidd hér á landi á þessu ári. Þá væri hugsanlega hægt að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn því hann er orðinn nægilega stór. Nokkrar þjóðir, til dæmis Danir, hafa hætt að greiða í tryggingarsjóð því hann hefur náð þeirri 0,8 prósenta lágmarksstærð sem miðað er við í Evrópu.“ Það felist mikill kostnaður í því að greiða í sjóð sem sé þegar orðinn nógu stór. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Eignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem miðað er við í evrópskum reglum um innstæðutryggingar. Þetta kemur fram í nýlegri umsögn Sambands íslenskra sparisjóða um þau áform Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að lækka almenna hluta iðgjaldsins til sjóðsins. Verði nýleg Evróputilskipun um innstæðutryggingakerfi innleidd hér á landi mun stærð íslenska sjóðsins, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema ríflega fimmfaldri þeirri lágmarksstærð sem kveðið er á um í tilskipuninni. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir innstæðutryggingasjóði sáralítið notaða. Hugsanlegt sé að hætta greiðslu iðgjalda í íslenska sjóðinn þar sem hann sé orðinn nógu stór. Heildareignir innstæðudeildar sjóðsins námu 33,6 milljörðum króna í lok árs 2017 og voru iðgjöld aðildarfyrirtækja til hans um 3,4 milljarðar króna á árinu. Samband íslenskra sparisjóða telur í umsögn sinni full rök standa til þess að iðgjöld til íslenska tryggingasjóðsins verði lækkuð „mun meira“ en áformað er í frumvarpi fjármálaráðherra sem til stendur að leggja fram á þingi í vor. Svigrúm til minni vaxtamunar Í frumvarpinu er lagt til að almenni hluti iðgjaldsins til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hefur það hlutverk að veita innstæðueigendum í bönkum og sparisjóðum lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fjármálafyrirtækis, úr 0,225 prósentum af iðgjaldagrunni á ársgrundvelli í 0,16 prósent. Í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, er tekið fram að með lækkuninni muni svigrúm lánastofnana til þess að draga úr vaxtamun inn- og útlána aukast, neytendum og fyrirtækjum til hagsbóta. Í umsögn Sambands íslenskra sparisjóða er bent á að nær öll ríki á EES-svæðinu hafi sett sér markmið um að eignir tryggingarsjóðs hvers ríkis nemi að lágmarki um 0,8 prósentum af tryggðum innstæðum. Er það í samræmi við ákvæði áðurnefndrar Evróputilskipunar. Miðað við núverandi túlkun á tryggðum innstæðum nemi hins vegar sambærilegt hlutfall í tilfelli íslenska sjóðsins um 2,6 prósentum eða „meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem við er miðað samkvæmt Evrópureglum,“ að því er segir í umsögn sparisjóðanna. Sáralítið notaðir Yngvi Örn bendir á að samkvæmt tilskipuninni geti lágmarksstærðin farið niður í 0,5 prósent af tryggðum innstæðum sé mikil samþjöppun í fjármálakerfinu og um sé að ræða kerfislega mikilvæg fyrirtæki með mikla markaðshlutdeild. „Slík fyrirtæki verða ekki tekin til innstæðutryggingameðferðar heldur skilameðferðar,“ útskýrir Yngvi. Hann bendir meðal annars á að þegar íslensku bankanir fóru á hausinn haustið 2008 hafi ekkert verið borgað út úr tryggingasjóðnum vegna þeirra, heldur innlán færð til nýrra fyrirtækja og eignir á móti. „Fjölmargir sparisjóðir hafa jafnframt farið í þrot á undanförnum áratugum og í nánast öllum tilfellum er farin sú leið að innstæður eru færðar til starfandi fyrirtækja og eignir á móti. Það má því segja að innstæðutryggingarsjóðir séu í raun sáralítið notaðir,“ segir Yngvi Örn. Aðspurður segir hann Samtök fjármálafyrirtækja fagna fyrirhugaðri lækkun á almenna iðgjaldinu. Samtökin hafi lengi þrýst á um að iðgjöld til sjóðsins verði lækkuð. „Við vonumst til þess að frekari skref verði tekin í þessa átt í kjölfarið og að Evróputilskipun um innstæðutryggingarkerfi verði innleidd hér á landi á þessu ári. Þá væri hugsanlega hægt að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn því hann er orðinn nægilega stór. Nokkrar þjóðir, til dæmis Danir, hafa hætt að greiða í tryggingarsjóð því hann hefur náð þeirri 0,8 prósenta lágmarksstærð sem miðað er við í Evrópu.“ Það felist mikill kostnaður í því að greiða í sjóð sem sé þegar orðinn nógu stór.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur