Föst laun Birnu hækkuðu um tæpa milljón Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 06:15 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Mánaðarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að undanskildum árangurstengdum greiðslum, hækkuðu um tæpa eina milljón króna í fyrra. Fóru þau úr 4,03 milljónum króna árið 2017 í 4,97 milljónir króna árið 2018. Þetta má lesa út úr skýringum við ársreikning Íslandsbanka sem birtur var í gærkvöldi. Laun Birnu námu um 59,6 milljónum króna í fyrra, sé ekki tekið tillit til árangurstengdra greiðslna sem námu samanlagt 3,9 milljónum króna, en til samanburðar voru laun bankastjórans um 48,3 milljónir króna, að undanskildum árangurstengdum greiðslum upp á samanlagt 9,7 milljónir króna, á árinu 2017. Heildarlaun Birnu námu 63,5 milljónum króna í fyrra, að því er fram kemur í skýringum við ársreikning Íslandsbanka, en innifalið í þeim eru árangurstengdar greiðslur frá árinu 2014 sem rekja má til kaupaukakerfis sem var við lýði innan bankans þar til í lok árs 2016. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi ber að fresta greiðslu á að minnsta kosti 40 prósentum af kaupauka um að lágmarki þrjú ár. Voru heildarlaun Birnu 58,0 milljónir króna árið 2017. Íslandsbanki greindi frá því í tilkynningu á mánudag að laun Birnu hefðu verið lækkuð að hennar frumkvæði um 14,1 prósent, niður í 4,2 milljónir króna, í nóvember síðastliðnum. Var ákvörðunin sögð tekin í ljósi „stöðunnar í íslensku atvinnulífi og kjaraviðræðna sem nú standa yfir“. Hart hefur verið deilt á bankaráð Landsbankans eftir að Fréttablaðið greindi frá því að mánaðarlaun bankastjórans Lilju Bjarkar Einarsdóttur hefðu hækkað um 17 prósent , eða sem nemur um 550 þúsund krónum, í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Mánaðarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að undanskildum árangurstengdum greiðslum, hækkuðu um tæpa eina milljón króna í fyrra. Fóru þau úr 4,03 milljónum króna árið 2017 í 4,97 milljónir króna árið 2018. Þetta má lesa út úr skýringum við ársreikning Íslandsbanka sem birtur var í gærkvöldi. Laun Birnu námu um 59,6 milljónum króna í fyrra, sé ekki tekið tillit til árangurstengdra greiðslna sem námu samanlagt 3,9 milljónum króna, en til samanburðar voru laun bankastjórans um 48,3 milljónir króna, að undanskildum árangurstengdum greiðslum upp á samanlagt 9,7 milljónir króna, á árinu 2017. Heildarlaun Birnu námu 63,5 milljónum króna í fyrra, að því er fram kemur í skýringum við ársreikning Íslandsbanka, en innifalið í þeim eru árangurstengdar greiðslur frá árinu 2014 sem rekja má til kaupaukakerfis sem var við lýði innan bankans þar til í lok árs 2016. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi ber að fresta greiðslu á að minnsta kosti 40 prósentum af kaupauka um að lágmarki þrjú ár. Voru heildarlaun Birnu 58,0 milljónir króna árið 2017. Íslandsbanki greindi frá því í tilkynningu á mánudag að laun Birnu hefðu verið lækkuð að hennar frumkvæði um 14,1 prósent, niður í 4,2 milljónir króna, í nóvember síðastliðnum. Var ákvörðunin sögð tekin í ljósi „stöðunnar í íslensku atvinnulífi og kjaraviðræðna sem nú standa yfir“. Hart hefur verið deilt á bankaráð Landsbankans eftir að Fréttablaðið greindi frá því að mánaðarlaun bankastjórans Lilju Bjarkar Einarsdóttur hefðu hækkað um 17 prósent , eða sem nemur um 550 þúsund krónum, í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira