Undirbýr sölu á stórum hlut í Arion Hörður Ægisson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Hlutabréfaverð Arion hefur hækkað um 13 prósent frá áramótum. vísir/anton brink Kaupþing, stærsti hluthafi Arion banka með um þriðjungshlut, undirbýr nú sölu á stórum hlut sínum í bankanum, að öllum líkindum að lágmarki samtals tíu prósenta hlut. Gert er ráð fyrir að salan fari fram á næstu vikum, mögulega strax síðar í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa Arion banka á hlutabréfamarkaði er tíu prósenta hlutur í bankanum metinn á um 14,5 milljarða króna. Áform Kaupþings gera ráð fyrir að söluferlið fari fram með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) þar sem hlutir í bankanum verða seldir í gegn um fjárfestingarbanka og verðbréfafyrirtæki til fjárfesta á verði sem er nálægt því sem bréfin eru að ganga sölum og kaupum á á markaði. Slíkt ferli felur í sér að tilboð er þá gefið út til hóps fjárfesta og þeim gefinn mjög stuttur frestur, aðeins einn eða tveir dagar, til að skrá sig fyrir hlutum í bankanum. Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem fer núna með 7,15 prósenta hlut í Arion banka, seldu sem kunnugt er samanlagt um 29 prósenta hlut í hlutafjárútboði bankans í júní í fyrra. Við skráningu Arion banka í kjölfarið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi var Kaupþingi, ásamt Attestor, Taconic Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs, óheimilt að eiga viðskipti með bréf sín í bankanum í sex mánuði. Þeim söluhömlum lauk 20. desember síðastliðinn. Goldman og vogunarsjóðirnir þrír komu fyrst inn í hluthafahóp Arion banka þegar þeir keyptu tæplega 30 prósenta hlut af Kaupþingi í bankanum í mars árið 2017. Selji Kaupþing tveggja prósenta hlut eða meira í Arion banka, eins og félagið stefnir að, þá mun vogunarsjóðunum og Goldman Sachs bjóðast að koma inn í þau viðskipti og selja á sama gengi í hlutfalli við skráða eignarhluti þeirra í bankanum (pro rata). Það er á grundvelli samkomulags sem Kaupþing og aðrir stærstu hluthafar Arion banka gerðu með sér um skipulegt söluferli eftir að söluhömlum yrði aflétt, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt er hins vegar talið að aðrir en Attestor muni á þessum tímapunkti selja í samfloti með Kaupþingi en vitað er að vogunarsjóðurinn lítur ekki á eignarhlut sinn í Arion banka sem langtímafjárfestingu. Þrátt fyrir að samanlagður eignarhlutur Kaupþings og Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í Arion banka, sé tæplega 43 prósent þá takmarkast heildaratkvæðisréttur þeirra í bankanum við þriðjungshlut. Það grundvallast á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að Kaupþing og Taconic séu skilgreindir sem tengdir aðilar, en vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins með nærri helmingshlut. Kaupþing horfir því til þess, ekki hvað síst af þessum sökum, að selja sem fyrr segir að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða bankar og verðbréfafyrirtæki verða fengnir sem ráðgjafar Kaupþings við söluferlið. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir því að þar verði einkum um að ræða þá sömu og voru söluráðgjafar við hlutafjárútboð Arion banka á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því síðustu vikur að fá fjárfesta, innlenda sem erlenda, til að koma að kaupum á stórum hlut Kaupþings í Arion banka eru Fossar markaðir, Kvika banki og Íslenskir fjárfestar. Arion banki mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða í dag, miðvikudag, en á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður bankans rúmlega 6,1 milljarður og dróst saman um 41 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þá var arðsemi eigin fjár á tímabilinu aðeins 3,9 prósent. Hlutabréfaverð bankans stendur núna í 79,8 krónum á hlut og hefur hækkað um 13 prósent frá áramótum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Kaupþing, stærsti hluthafi Arion banka með um þriðjungshlut, undirbýr nú sölu á stórum hlut sínum í bankanum, að öllum líkindum að lágmarki samtals tíu prósenta hlut. Gert er ráð fyrir að salan fari fram á næstu vikum, mögulega strax síðar í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa Arion banka á hlutabréfamarkaði er tíu prósenta hlutur í bankanum metinn á um 14,5 milljarða króna. Áform Kaupþings gera ráð fyrir að söluferlið fari fram með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) þar sem hlutir í bankanum verða seldir í gegn um fjárfestingarbanka og verðbréfafyrirtæki til fjárfesta á verði sem er nálægt því sem bréfin eru að ganga sölum og kaupum á á markaði. Slíkt ferli felur í sér að tilboð er þá gefið út til hóps fjárfesta og þeim gefinn mjög stuttur frestur, aðeins einn eða tveir dagar, til að skrá sig fyrir hlutum í bankanum. Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem fer núna með 7,15 prósenta hlut í Arion banka, seldu sem kunnugt er samanlagt um 29 prósenta hlut í hlutafjárútboði bankans í júní í fyrra. Við skráningu Arion banka í kjölfarið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi var Kaupþingi, ásamt Attestor, Taconic Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs, óheimilt að eiga viðskipti með bréf sín í bankanum í sex mánuði. Þeim söluhömlum lauk 20. desember síðastliðinn. Goldman og vogunarsjóðirnir þrír komu fyrst inn í hluthafahóp Arion banka þegar þeir keyptu tæplega 30 prósenta hlut af Kaupþingi í bankanum í mars árið 2017. Selji Kaupþing tveggja prósenta hlut eða meira í Arion banka, eins og félagið stefnir að, þá mun vogunarsjóðunum og Goldman Sachs bjóðast að koma inn í þau viðskipti og selja á sama gengi í hlutfalli við skráða eignarhluti þeirra í bankanum (pro rata). Það er á grundvelli samkomulags sem Kaupþing og aðrir stærstu hluthafar Arion banka gerðu með sér um skipulegt söluferli eftir að söluhömlum yrði aflétt, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt er hins vegar talið að aðrir en Attestor muni á þessum tímapunkti selja í samfloti með Kaupþingi en vitað er að vogunarsjóðurinn lítur ekki á eignarhlut sinn í Arion banka sem langtímafjárfestingu. Þrátt fyrir að samanlagður eignarhlutur Kaupþings og Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í Arion banka, sé tæplega 43 prósent þá takmarkast heildaratkvæðisréttur þeirra í bankanum við þriðjungshlut. Það grundvallast á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að Kaupþing og Taconic séu skilgreindir sem tengdir aðilar, en vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins með nærri helmingshlut. Kaupþing horfir því til þess, ekki hvað síst af þessum sökum, að selja sem fyrr segir að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða bankar og verðbréfafyrirtæki verða fengnir sem ráðgjafar Kaupþings við söluferlið. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir því að þar verði einkum um að ræða þá sömu og voru söluráðgjafar við hlutafjárútboð Arion banka á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því síðustu vikur að fá fjárfesta, innlenda sem erlenda, til að koma að kaupum á stórum hlut Kaupþings í Arion banka eru Fossar markaðir, Kvika banki og Íslenskir fjárfestar. Arion banki mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða í dag, miðvikudag, en á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður bankans rúmlega 6,1 milljarður og dróst saman um 41 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þá var arðsemi eigin fjár á tímabilinu aðeins 3,9 prósent. Hlutabréfaverð bankans stendur núna í 79,8 krónum á hlut og hefur hækkað um 13 prósent frá áramótum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur