Laun á Íslandi hækkað mikið í evrum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 12:39 Fjármálaráðuneytið er í Arnarhvoli. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017. Verðlag á Íslandi var að sama skapi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Útreikningarnir taka þó ekki mið af gengisveikingu krónunnar á síðustu misserum.Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi á fjölmiðla í morgun er vísað í tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat og áhrif af styrkingu krónunnar á síðustu árum reifuð. Til að mynda hafi sterkari gengi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt - „á sama tíma og laun hækkuðu mikið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins og bætt við að „hvergi í Evrópu“ hafi laun hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hið háa launastig hér á landi endurspegli hátt raungengi, sem sé „ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“ Í þeim samanburði, sem byggður er á útreikningum evrópsku hagstofunnar, sé verðlag í krónum umreiknað yfir í evrur. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. „Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir á tilkynningunni. Hins vegar er ekki minnst á það í tilkynningunni að krónan hefur veikst umtalsvert frá árinu 2017. Til að mynda var gengi bandaríkjadalsins í lok árs 2017 um 105 krónur en er í dag 121 króna. Sterlingspundið fékkst fyrir 139 krónur í desember 2017 en kostar nú 155 krónur og evran hefur hækkað úr 123 krónum í 136,6 á sama tímabili. Íslenska krónan Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017. Verðlag á Íslandi var að sama skapi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Útreikningarnir taka þó ekki mið af gengisveikingu krónunnar á síðustu misserum.Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi á fjölmiðla í morgun er vísað í tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat og áhrif af styrkingu krónunnar á síðustu árum reifuð. Til að mynda hafi sterkari gengi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt - „á sama tíma og laun hækkuðu mikið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins og bætt við að „hvergi í Evrópu“ hafi laun hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hið háa launastig hér á landi endurspegli hátt raungengi, sem sé „ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“ Í þeim samanburði, sem byggður er á útreikningum evrópsku hagstofunnar, sé verðlag í krónum umreiknað yfir í evrur. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. „Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir á tilkynningunni. Hins vegar er ekki minnst á það í tilkynningunni að krónan hefur veikst umtalsvert frá árinu 2017. Til að mynda var gengi bandaríkjadalsins í lok árs 2017 um 105 krónur en er í dag 121 króna. Sterlingspundið fékkst fyrir 139 krónur í desember 2017 en kostar nú 155 krónur og evran hefur hækkað úr 123 krónum í 136,6 á sama tímabili.
Íslenska krónan Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira