Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 20:59 Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. Getty/samsett Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar. Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar.
Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00
Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30
Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30