Halldór Jóhann: Of gott tækifæri til þess að hafna Anton Ingi Leifsson skrifar 28. febrúar 2019 19:45 Halldór Jóhann Sigfússon lætur af stöfum sem þjálfari FH í Olís-deild karla eftir tímabilið en hann hefur stýrt liðinu í fimm keppnistímabil. „Ég er búinn að eiga frábær fimm ár í Krikanum. Auðvitað er sá tími ekki liðinn en þetta hefur verið mjög ánægjulegt. Ég hef þroskast mikið á þessum fimm árum,“ sagði Halldór í samtali við Guðjón Guðmundsson. Halldór mun stýra yngri landsliðum Barein en einnig verður hann aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar í A-landsliðinu. „Mér fannst, þegar ég fór að skoða þetta betur, að þetta væri of gott tækifæri til þess að hafna. Mér fannst þetta rétt skref á þessum tímapunkti,“ en Halldór hafnaði tilboði frá B-deildarliðinu Huttenberg í Þýskalandi. „Ég átti mjög ánægjulegt samskipti við þá og það var mjög freistandi að fara þangað og skapa sér ákveðið nafn í Þýskalandi og taka þann slag.“ „Það var alltaf vitað að ég myndi fara einn út fyrsta árið og ekki með fjölskylduna. Þetta var óhagstætt miðað við skóla og þess háttar og svo líka fjárhagslega. Þetta var dapurt tilboð og gerði mér auðveldara fyrir að hafna því.“ FH á enn möguleika á þremur titlum; deildarmeistaratitlinum, bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Halldór vill kveðja Hafnarfjarðarliðið með bikar. „Það vilja öll liðin vinna allt sem er í boði. Við erum í mikilli baráttu í þrjú önnur lið í deildinni og þau vilja öll vinna líka. Ég verð að hugsa um mitt starf og sinna því sem best.“ „Við erum að fara í mjög erfiðan leik á Selfossi. Það er toppslagur og það verður gaman að fara og etja kappi við þá. Síðan kemur bikarhelgin og það er bara ný keppni.“ „Það er gríðarlega erfitt verkefni þar gegn ÍR og til þess að verða bikarmeistari þarftu að vinna öll liðin í þeirri keppni. Það er einföld formúla en afar erfið. Við viljum vera keppa á öllum vígstöðvum og þess vegna er maður í þessu. Það heldur manni á tánum.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00 Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon lætur af stöfum sem þjálfari FH í Olís-deild karla eftir tímabilið en hann hefur stýrt liðinu í fimm keppnistímabil. „Ég er búinn að eiga frábær fimm ár í Krikanum. Auðvitað er sá tími ekki liðinn en þetta hefur verið mjög ánægjulegt. Ég hef þroskast mikið á þessum fimm árum,“ sagði Halldór í samtali við Guðjón Guðmundsson. Halldór mun stýra yngri landsliðum Barein en einnig verður hann aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar í A-landsliðinu. „Mér fannst, þegar ég fór að skoða þetta betur, að þetta væri of gott tækifæri til þess að hafna. Mér fannst þetta rétt skref á þessum tímapunkti,“ en Halldór hafnaði tilboði frá B-deildarliðinu Huttenberg í Þýskalandi. „Ég átti mjög ánægjulegt samskipti við þá og það var mjög freistandi að fara þangað og skapa sér ákveðið nafn í Þýskalandi og taka þann slag.“ „Það var alltaf vitað að ég myndi fara einn út fyrsta árið og ekki með fjölskylduna. Þetta var óhagstætt miðað við skóla og þess háttar og svo líka fjárhagslega. Þetta var dapurt tilboð og gerði mér auðveldara fyrir að hafna því.“ FH á enn möguleika á þremur titlum; deildarmeistaratitlinum, bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Halldór vill kveðja Hafnarfjarðarliðið með bikar. „Það vilja öll liðin vinna allt sem er í boði. Við erum í mikilli baráttu í þrjú önnur lið í deildinni og þau vilja öll vinna líka. Ég verð að hugsa um mitt starf og sinna því sem best.“ „Við erum að fara í mjög erfiðan leik á Selfossi. Það er toppslagur og það verður gaman að fara og etja kappi við þá. Síðan kemur bikarhelgin og það er bara ný keppni.“ „Það er gríðarlega erfitt verkefni þar gegn ÍR og til þess að verða bikarmeistari þarftu að vinna öll liðin í þeirri keppni. Það er einföld formúla en afar erfið. Við viljum vera keppa á öllum vígstöðvum og þess vegna er maður í þessu. Það heldur manni á tánum.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00 Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00
Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30
Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25
Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41