Handbolti

Kiel eltir Flensburg en Ljónin töpuðu stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er að gera flotta hluti á sínu síðasta tímabili hjá Kiel.
Alfreð er að gera flotta hluti á sínu síðasta tímabili hjá Kiel. vísir/getty
Kiel eltir Flensburg eins og skugginn á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en kiel vann í kvöld nauman sigur á Melsungen í kvöld, 29-25.

Kiel var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14, og vann svo að lokum með fjórum mörkum en Melsungen var aldrei langt undan. Marko Vujin var markahæstur í Kiel með fimm mörk.

Alfreð Gíslason og lærisveinar eru í öðru sætinu með 40 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Flensurgar sem á þó tvo leiki til góða.

Rhein-Neckar Löwen er áfram í þriðja sætinu eftir jafntefli gegn Erlangen á útivelli en lokatölur urðu 23-23. Óvænt jafntefli.

Þeir eru í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig. Alexander Petersson skoraði tvö mör en Guðjón Valur Sigurðsson ekkert.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Füchse Berlín sem hafði betur gegn Bietigheim á heimavelli, 30-26. Berlínarliðið er í fimmta sæti deildarinnar með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×