Varnarorð Seðlabankans um aflandskrónufrumvarpið ekki orðin að veruleika Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. febrúar 2019 12:15 Seðlabankinn mælir með að frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum verði samþykkt sem fyrst. VÍSIR/STEFÁN Seðlabankinn hefur varað við hættunni á því að aflandskrónueigendur tiltekinna ríkisskuldabréfa taki fjárfestingu sína út ef frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál verður ekki samþykkt. Seðlabankinn sagði í umsögn um frumvarpið að það hefði þurft að vera samþykkt í gær en umrædd ríkisskuldabréf komust á gjalddaga þá. Til stóð að samþykkja frumvarpið í gær en það var ekki afgreitt eftir 14 klukkustunda málþóf Miðflokksins. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort varnarorð Seðlabankans hafi raungerst kemur fram að svo sé ekki en hættan sé þó enn til staðar og mælir bankinn með að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. „Málið snýst m.a. um stóra eign aflandskrónueigenda í ríkisskuldabréfum og hættu á að hún verði ekki endurfjárfest. Hættan hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist. Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist,“ segir í svari Seðlabankans. Um er að ræða um 25 milljarða aflandskrónueignir sem losnuðu í gær. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því að eigendur þeirra endurfjárfesti ekki í íslenskum skuldabréfum og leiti frekar út. Við þær aðstæður þyrfti Seðlabankinn eyða mun meiri gjaldeyrisforða til að koma í veg fyrir gengisfall í tengslum við losun aflandskróna. Einnig þyrfti að draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið. Efnahagsmál Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Seðlabankinn hefur varað við hættunni á því að aflandskrónueigendur tiltekinna ríkisskuldabréfa taki fjárfestingu sína út ef frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál verður ekki samþykkt. Seðlabankinn sagði í umsögn um frumvarpið að það hefði þurft að vera samþykkt í gær en umrædd ríkisskuldabréf komust á gjalddaga þá. Til stóð að samþykkja frumvarpið í gær en það var ekki afgreitt eftir 14 klukkustunda málþóf Miðflokksins. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort varnarorð Seðlabankans hafi raungerst kemur fram að svo sé ekki en hættan sé þó enn til staðar og mælir bankinn með að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. „Málið snýst m.a. um stóra eign aflandskrónueigenda í ríkisskuldabréfum og hættu á að hún verði ekki endurfjárfest. Hættan hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist. Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist,“ segir í svari Seðlabankans. Um er að ræða um 25 milljarða aflandskrónueignir sem losnuðu í gær. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því að eigendur þeirra endurfjárfesti ekki í íslenskum skuldabréfum og leiti frekar út. Við þær aðstæður þyrfti Seðlabankinn eyða mun meiri gjaldeyrisforða til að koma í veg fyrir gengisfall í tengslum við losun aflandskróna. Einnig þyrfti að draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15
Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent